Lífið

Skírði víbradorinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpskonan Barbara Walters var á persónulegum nótum í þætti sínum The View á mánudaginn. Hún ræddi það við samstarfsmenn sína Whoopi Goldberg, Jenny McCarthy og Sherri Shepherd um hvernig hún fullnægir sínum þörfum.

„Ég var hamingjusöm þegar ég var 65 ára. Mér fannst það betra en að vera 66 ára,“ sagði Barbara, 84 ára, um hvernig það er að eldast. 

„Ætlarðu að fara að tala um víbradorinn þinn aftur, ég þoli það ekki!“ sagði þá Whoopi og Barbara var fljót að svara.

„Veistu hvað ég skírði hann? Selfie!“ sagði Barbara en orðið „selfie“ þýðir einfaldlega sjálfsmynd.

„Víbradorinn hennar Barböru heitir selfie. Frábært,“ sagði Whoopi þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.