Bíó og sjónvarp

Ísland kemur einna verst út í samanburði

AFP/NordicPhotos
Karlmenn ráða hinum norræna kvikmyndaheimi, ef eitthvað er að marka nýjar tölur sem kynntar voru á nýafstaðinni Gautaborgar-hátíð, og þar kemur Ísland illa út úr samanburði við aðrar norrænar þjóðir.

Tölur sýna að þrjár lykilstöður í kvikmyndagerð, stöður framleiðanda, leikstjóra og höfundar eru nánast alltaf skipaðar karlmönnum.

Í bréfi sem fjallar um kynjahalla í norrænni kvikmyndagerð á nikk.no segir meðal annars að í kvikmyndum í fullri lengd sem voru frumsýndar árið 2012 hafi karlar skipað nánast allar leikstjórastöður á norðurlöndunum. Í Noregi voru leikstjórar í 78 prósent tilvika karlmenn, í Finnlandi í 82 prósent tilvika og á Íslandi leikstýrði engin kona kvikmynd í fullri lengd árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.