Lífið

Gunnar Nelson undirbýr sig fyrir erfiðan bardaga

Jón Ársæll skrifar
Á sunnudagskvöldið verður einn helsti bardagakappi heims í Sjálfstæðu fólki á Stöð tvö. Íslendingurinn, Gunnar Lúðvík Nelson, eins og hann heitir fullu nafni, er nú talinn meðal bestu kappa heims í fjölbragðaglímu en hann er aðeins 25 ára gamall, sem þykir ungur aldur í toppbaráttu í einni erfiðustu íþrótt heims, blönduðum bardagaíþróttum.

Í þættinum er Gunnari fylgt eftir heiman og heim en hann undirbýr sig nú fyrir feiknarlega erfiðan bardaga, sem fer fram í Lundúnum í byrjun næsta mánaðar. Þar mætir Gunnar Rússanum Omari Akhmedov, sem í millivigt hefur unnið tólf bardaga og þar af sex með rothöggi.

Gunnari hefur verið lýst sem „hinum hugsandi bardagamanni“ og því kynnumst við í Sjálfstæðu fólki, bæði heima í eldhúsi hjá Gunnari og konu hans, í æfingastöðinni Mjölni þar sem hann æfir oft fjóra til sex tíma á dag og auk þess sem honum er fylgt eftir í bardögum erlendis þar sem allt er lagt undir.

Sterkur.
Gunnar notar meðal annars yoga til að einbeita sér auk þess sem hann leggur stund á önnur forn austrænna fræða til að ná árangri í lífinu og auðvitað í hringnum líka.

Hver er hann, hvaðan kemur hann og hvert er hann að fara þessi einbeitti bardagamaður?  Kynnist einstökum kappa með stáltaugar sem hikar ekki við að berjast við þá bestu í heimi, næsta sunnudagskvöld á Stöð 2.

Hinn hugsandi bardagamaður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×