Benz dregur á BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2014 11:29 Vel gengur hjá Mercedes Benz um þessar mundir. Fram til ársins 2005 var Mercedes Benz stærsti lúxusbílaframleiðandinn í Þýskalandi. Það ár missti Benz þann titil til BMW og árið 2011 varð Audi einnig stærra en Mercedes Benz og er enn. Þessu fannst Mercedes Benz mönnum erfitt að kyngja og blásið var til mikillar sóknar. Ávaxta þess fer nú að gæta og vöxtur í sölu Mercedes Benz bíla í liðnum janúar var meiri en hjá hinum tveimur þýsku framleiðendunum. Vöxtur í sölu Benz-bíla var 15%, Audi 12% og BMW 9%. Mercedes Benz seldi 109.500 bíla, BMW 117.200 bíla, en Audi þeirra mest með 124.850 bíla. Síðustu mánuði hefur Mercedes Benz dregið á BMW og Audi í fjölda seldra bíla og vöxtur Benz milli ára hefur verið meiri. En eins og sést á ofannefndum tölum á Benz samt nokkuð í land með að ná hinum tveimur þó svo að þessi góði vöxtur héldi nú áfram. Í fyrra seldi Benz 1,46 milljón bíla, Audi 1,58 og BMW 1,65. Vel gengur hjá Benz að selja bíla í Bandaríkjunum og í fyrra seldi Benz fleiri bíla þar en BMW og Audi. Þá var vöxtur Benz í Kína í janúar heil 45% og sala á S-Class bílnum jókst um 69% um heim allan. Mercedes Benz ætlar að kynna 30 nýja bíla fram til ársins 2020 og 13 þeirra á engan forvera og eru því glænýjar gerðir bíla. Það skildi þó ekki verða að Mercedes Benz næði aftur titlinum af BMW og Audi á næstu árum. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent
Fram til ársins 2005 var Mercedes Benz stærsti lúxusbílaframleiðandinn í Þýskalandi. Það ár missti Benz þann titil til BMW og árið 2011 varð Audi einnig stærra en Mercedes Benz og er enn. Þessu fannst Mercedes Benz mönnum erfitt að kyngja og blásið var til mikillar sóknar. Ávaxta þess fer nú að gæta og vöxtur í sölu Mercedes Benz bíla í liðnum janúar var meiri en hjá hinum tveimur þýsku framleiðendunum. Vöxtur í sölu Benz-bíla var 15%, Audi 12% og BMW 9%. Mercedes Benz seldi 109.500 bíla, BMW 117.200 bíla, en Audi þeirra mest með 124.850 bíla. Síðustu mánuði hefur Mercedes Benz dregið á BMW og Audi í fjölda seldra bíla og vöxtur Benz milli ára hefur verið meiri. En eins og sést á ofannefndum tölum á Benz samt nokkuð í land með að ná hinum tveimur þó svo að þessi góði vöxtur héldi nú áfram. Í fyrra seldi Benz 1,46 milljón bíla, Audi 1,58 og BMW 1,65. Vel gengur hjá Benz að selja bíla í Bandaríkjunum og í fyrra seldi Benz fleiri bíla þar en BMW og Audi. Þá var vöxtur Benz í Kína í janúar heil 45% og sala á S-Class bílnum jókst um 69% um heim allan. Mercedes Benz ætlar að kynna 30 nýja bíla fram til ársins 2020 og 13 þeirra á engan forvera og eru því glænýjar gerðir bíla. Það skildi þó ekki verða að Mercedes Benz næði aftur titlinum af BMW og Audi á næstu árum.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent