Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 74-83 | KR aftur á toppinn Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 14. febrúar 2014 18:45 KR-ingum tókst að vinna Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld í hörkuleik, þar sem bæði lið tóku góða spretti en vörn KR skilaði góðum sigri í hús. Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leikinn betur í kvöld og voru fjórum stigum yfir þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum, 2-6. Heimamenn vöknuðu þá til lífsins og fóru á 9-0 sprett sem gerði það að verkum að þeir leiddu þegar með fimm stigum þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður. KR-ingar komu þá til baka en liðin skiptust á því að skora og missa boltann það sem eftir lifði af leikhlutanum og náðu Njarðvíkingar að halda KR-ingum þremur til fjórum stigum fyrir aftan sig og var staðan 20-16 heimamönnum í vil eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn juku forskot sitt í sjö stig í byrjun annars leikhluta og héldu þriggja til fimm stiga forskoti meirihluta fjórðungsins en seinustu þrjár mínútur fjórðungsins voru eign KR-inga. Vesturbæingar unnu lokamínúturnar 6-12 og voru með þriggja stiga forskot í hálfleik og stefndi í að leikurinn yrði æsispennandi. Þessi tvö stig skora mest að meðaltali í leik í deildinni en eins og hálfleikstölur gáfu til kynna var mikil spenna í mannskapnum. Atkvæðamestir í hálfleik voru Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík með 12 stig og Martin Hermannsson með níu stig fyrir gestina. Það má segja að góður leikkafli KR-inga undir lok fyrri hálfleiks hafi lagt grunninn að sigri þeirra í kvöld. Þeir komu út úr hálfleiknum af miklum krafti og voru búnir að skora 13 stig á móti sex stigum heimamanna þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum og munurinn orðinn 10 stig KR í vil. Njarðvíkingar tóku þá leikhlé og náðu eftir það að minnka muninn niður í þrjú stig áður en KR stöðvaði sprett þeirra og náðu sex stiga forskoti þegar þriðji leikhluti kláraðist. KR byrjuðu síðan seinasta fjórðunginn af sama krafti og þeir byrjuðu þann þriðja og læstu aðganginum að körfu sinni fyrri helminginn af leikhlutanum. Þeir juku forskot sitt í 14 stig og Njarðvík skoraði ekki stig fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvíkingar reyndu að gera áhlaup á gestina en reynslan í KR-liðinu skilaði þeim sigrinum og auk þess nýttu gestirnir víti sín þegar Njarðvíkingar sendu þá á línuna til að freista þess að KR klikkaði á skotunum sínum. Varnarleikur KR skilaði stigunum til þeirra í kvöld en þeir náðu að halda Njarðvík í 74 stigu en Njarðvíkingar skora að meðaltali 96 stig í leik. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. með myndarlega tvennu eða 23 stig og 11 fráköst. Hjá gestunum skoraði Martin Hermannsson mest eða 20 stig en Helgi Magnússon skilaði 14 stigum og 11 fráköstum. Fimm leikmenn KR skoruðu 10 stig eða meira í leiknum í kvöld.Finnur Stefánsson: Mér fannst KR liðið mitt koma aftur eftir áramót í kvöld „Já mjög sáttur, mér fannst KR liðið mitt koma aftur eftir áramót í kvöld", sagði kátur þjálfari KR-inga í leikslok. „Það var varnaleikurinn sem skilaði þessu í kvöld, engin spurning, mér fannst varnarleikurinn frábær þegar leið á seinni hálfleikinn. Við komumst í þennan hrað leik sem við viljum spila út af honum og strákarnir eiga gríðarlegt hrós skilið fyrir það." Um Elvar Már Friðriksson og áhersluna á að stöðva hann sagði Finnur: „Elvar er náttúrulega einn besti leikmaðurinn í deildinni og ef þú kemur í leik á móti Njarðvík og leggur ekki áherslu á að stöðva hann þá er maður ekki að sinna starfi sínu. Við erum samt ekkert að einbeita okkur að einum manni, við viljum spila góða liðsvörn. Bakverðirnir og stóru strákarnir gerðu rosalega vel í að hjálpast að í að temja leikmenn Njarðvíkur." Finnur var spurður út í nýjasta meðlim KR, Demond Watt Jr. „Hann er í ágætu hlaupaformi en körfubolta formið hans er ábótavant en nú fáum við 10 daga fram að leik við Keflavík og það eru sex vikur í úrslitakeppnina þannig að ég hef fulla trú á því að þessi strákur eigi eftir að nýtast okkur vel þegar fram líða stundir."Einar Árni Jóhannsson: Einn af þessum slæmu dögum „Við verðum að viðurkenna það að sóknarleikurinn hafi klikkað hjá okkur í kvöld," sagði hnýpinn Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. „Við skorum fimm þriggja stiga körfur úr 22 tilraunum og með 14 tapaða bolta, sem er kannski ekki brjálæðislega mikið en margir þeirra voru vondir og voru að skila KR auðveldum körfum. Við hefðum líka viljað spila betri vörn en sóknin var veikari partur í okkar leik í kvöld." „Ég var mjög ánægður með fyrstu 18 mínúturnar af leiknum, síðustu tvær til þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik fórum við aðeins út af sporinu. KR er með tudda lið og refsuðu okkur fyrir vikið og komu sér í þriggja stiga forystu. Við vorum einhvernveginn að vandræðast með að koma okkur af stað í seinni hálfleik og þeir ná að búa sér til sterkt forskot og það er mjög erfitt að missa eins sterkt lið og KR langt fram úr sér. Sérstaklega þegar við erum ekki að hitta betur en raun ber vitni, við höfum alla jafna verið að hitta vel í vetur en þetta var einn af þessum slæmu dögum og það gerði okkur erfitt fyrir." Einar Árni var spurður hvort takmarkið fyrir lokasprettinn í deildinni væri að verja fjórða sætið sem Njarðvík situr í þessa stundina. „Takmarkið er að vinna Hauka á föstudaginn eftir viku. Við þurfum að taka einn dag í einu en það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vera í topp fjórum gerum allt sem við getum til þess. Við eru samt fjórum stigum á eftir Grindavík og mætum þeim fljótlega og sá leikur mun ráða töluverðu um það hvort við náum að stríða þeim í baráttunni um þriðja sætið.Leiklýsing: Njarðvík - KR4. leikhluti | 74-83: Njarðvík skoraði þriggja stiga körfu en Brynjar Björnsson fór á línuna og tryggði KR sigurinn endanlega. Njarðvík átti lokaskotið sem geigaði og KR er komið aftur á toppinn.4. leikhluti | 71-81: Njarðvíkingar náðu þriggja stiga sókn og eru byrjaðir að brjóta á KR til að freista gæfunnar en Pavel setur tvö niður. 31 sek. eftir.4. leikhluti | 68-79: KR er að loka þessu, Helgi Magnússon skoraði úr einu víti og Martin Hermannsson stal síðan boltanum og Watt tróð boltanum. 37 sek. eftir.4. leikhluti | 68-76: Flottur kafli hjá heimamönnum, karfa, stuldur, karfa og munurinn er 8 stig þegar 50 sek. eru eftir. Það er allt hægt í þessu.4. leikhluti | 62-74: Ólafur Helgi Jónsson er loksins kominn á blað hjá Njarðvík en KR svara fljótlega. 2:12 eftir.4. leikhluti | 58-72: Martin Hermannsson skorar og fær villu að auki. Vítaskotið ratar rétta leið. 3:18 eftir.4. leikhluti | 58-69: Njarðvíkingar eru byrjaðir að spila pressvörn en KR leysir það auðveldlega en ná ekki að skora. 3:39 eftir.4. leikhluti | 58-69: Fimm stig í röð hjá Njarðvík og KR tekur leikhlé þegar 4:26 eru eftir.4. leikhluti | 53-69: Til marks um varnarleik KR-inga, þá er Elvar Már bara með fimm stig í leiknum.4. leikhluti | 53-69: Varnarmúr KR er vel hlaðinn þessa stundina og þeir eru að nýta sóknir sínar virkilega vel. 6 mín. eftir.4. leikhluti | 53-67: Helgi Magnússon kemur KR í 14 stiga forskot með þriggja stiga körfu og heimamenn taka leikhlé þegar 6:51 eru til leiksloka. Njarðvík er ekki komið á blað í fjórða leikhluta.4. leikhluti | 53-64: KR byrjar lokafjórðunginn af svipuðum krafti og þann þriðja og nú er það vörn þeirra sem skiptir höfuðmáli. Það er spurning hvort það sé nóg á tankinum hjá Njarðvík til að ná þeim fyrir lok leiks. 7:35 eftir.4. leikhluti | 53-62: Elvar Már Friðriksson var að fá á sig ásetningsvillu en KR stal boltanum og Martin Hermannsson var við það að leggja boltann í körfuna þegar Elvar hamraði í handlegginn á Martini. 8:12 eftir.4. leikhluti | 53-61: Boltinn gekk liðanna á milli áður en Watt Jr. náði að skora fyrstu körfu fjórðungsins. 8:45 eftir.4. leikhluti | 53-59: Loka fjórðungurinn hafinn og KR byrjar á því að tapa boltanum. 9:47 eftir.3. leikhluti | 53-59: KR tapaði boltanum þannig að heimamenn áttu lokaskotið sem geigaði en það mátti litlu muna. Sex stiga forskot KR eftir þrjá3. leikhluti | 53-59: Liðin skiptast á að skora núna, Martin Hermannsson með þriggja stiga körfu núna seinast. 45 sek. eftir.3. leikhluti | 51-54: Þriggja stiga munur, liðin hafa tekið sinnhvorn sprettinn í seinni hálfleik og er þetta æsispennandi. 1:49 eftir.3. leikhluti | 47-52: Smith Jr. náði síðan í tvö vítaskot í sókninni sem fylgdi og skoraði úr báðum. Þetta er leikur. 3:15 eftir.3. leikhluti | 45-52: Jón M. Kristjánsson lét sig detta eins og hann hafi fengið högg frá Tracy Smith Jr. Hann reis upp og ætlaði að vaða í Smith en dómararnir voru fljótir að dæma óíþróttamannslega villu og Logi Gunnarsson skoraði úr tveimur vítum. 3:40 eftir.3. leikhluti | 42-52: Ekki nógu góð byrjun hjá heimamönnum og þeir taka leikhlé þegar 4:36 eru eftir. 6-13 fyrir KR á fyrri helming fjórðungsins.3. leikhluti | 42-50: Mun meiri kraftur í KR þessa stundina en Logi Gunnarsson skorar þriggja stiga körfu og vekur áhorfendur. 5:14 eftir.3. leikhluti | 39-48: Níu stiga munur Ermolinski krossar varnarmann heimamanna og setur tveggja stiga skot ofan í. 6:23 eftir.3. leikhluti | 38-46: Gestirnir byrja af miklum krafti, Brynjar Björnsson var að sökkva þrist og forskotið er komið í 8 stig. 7:35 eftir.3. leikhluti | 38-43: KR skoraði aftur áður en Smith JR. kom heimamönnum á blað. 8:38 eftir.3. leikhluti | 36-41: Seinni hálfleikur er hafinn og KR opnar hann með körfu. 9:34 eftir.2. leikhluti | 36-39: Hálfleikur. Njarðvík minnkaði muninn og náði boltanum aftur og reyndi Elvar Már að skora þriggja stiga körfu í lok hálfleiks en skotið geigaði. KR-ingar leiða með þremur í hálfleik og allt getur gerst.2. leikhluti | 34-39: Brynjar Björnsson kemur KR fimm stigum yfir þegar 40 sek. eru til hálfleiks.2. leikhluti | 34-34: Aftur jafnt, nú var það Elvar Már sem jafnaði af vítalínunni. 1:52 eftir.2. leikhluti | 32-34: Martin Hermannsson kemur gestunum yfir með því að setja niður tvö vítaskot. 2:04 eftir.2. leikhluti | 32-32: Helgi Magnússon jafnar leikinn fyrir KR með þriggja stiga körfu en Hjörtur Einarsson var fljótur að svara og sömuleiðis Brynjar Björnsson. Allt í járnum. 2:37 eftir.2. leikhluti | 30-27: Liðin skiptast á að skora og sýna fínan sóknarleik. 4:10.2. leikhluti | 28-23: Leikhlé tekið þegar 5:35 eru eftir.2. leikhluti | 28-23: Það eru skemmtileg einvígi út um allan völl í kvöld. Martin Hermannsson dekkar Elvar Már Friðriksson, Darri Hilmarsson hefur gætur á Loga Gunnarss. og Pavel Ermolinski dekkar Ólaf Helga Jónsson. Síðan er barátta stóru mannanna alltaf spennandi. 5:43 eftir.2. leikhluti | 27-20: Smith Jr. fer mikinn fyrir heimamenn og er kominn með 10 stig og fjögur fráköst. 7:38 eftir.2. leikhluti | 25-20: Þetta var 10-0 sprettur hjá heimamönnum en Helgi Magnússon stöðvaði hann. 8:24 eftir.2. leikhluti | 20-16: Annar leikhluti hafinn og Maciek Baginski opnar hann á þriggja stiga körfu.9:48 eftir.1. leikhluti | 20-16: Smith Jr. jók forskotið í fjögur stig áður en Logi Gunnarsson reyndi lokaskot fjórðungsins en það geigaði. KR byrjaði mun betur en eftir því sem leið á jafnaðist leikurinn og Njarðvíkingar hafa frumkvæðið þessa stundina. Það er spenna í loftinu í Ljónagryfjunni.1. leikhluti |18-16: Maciek Baginski skoraði þriggja stiga körfu og kemur þar með heimamönnum tveimur stigum yfir. 1:45 eftir.1. leikhluti | 13-16: KR jafnaði metin og síðan skoraði Darri Hilmarsson þriggja stig körfu til að koma þeim þremur stigum yfir. 2:26 eftir.1. leikhluti | 13-11: Bæði lið að tapa boltanum en Tracy Smith jók við forystu heimamanna áður en Demond Watt tróð með tilþrifum og munurinn er enn tvö stig. 3:17 eftir.1. leikhluti | 11-9: Martin Hermannsson batt enda á sprettinn með þriggja stiga körfu. 5:03 eftir.1. leikhluti | 11-6: 9-0 sprettur hjá heimamönnum og forystan er orðin fimm stig Njarðvík í vil. 5:35 eftir.1. leikhluti | 9-6: Logi Gunnarsson kom heimamönnum yfir með þriggja stiga skoti og svo stal Hjörtur Einarsson boltanum og brunaði fram og lagði boltann í körfuna og allt í einu eru heimamenn komnir með forystunna.1. leikhluti | 2-6: Gestirnir byrja af meiri krafti og eru komnir með fjögurra stiga forskot. 7:37 eftir.1. leikhluti | 0-2: KR-ingar er komnir á blað en heimamenn eru búnir að tapa boltanum í báðum sínum sóknum. 8:34 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru KR sem ná boltanum og halda í sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Liðin sem mætast í Ljónagryfjunni í kvöld eru bestu sóknarlið deildarinnar ef marka má tölfræðina úr leikjunum hingað til. Njarðvíkingar skora að meðaltali 96,4 stig að meðaltali í leik og KR-ingar skora að meðaltali 94,8 stig í leik. Liðin hafa ekki hingað til átt í vandræðum með að koma knettinum í gegnum hringinn.Fyrir leik: Njarðvíkingar eru sem stendur á sjö leikja sigurgöngu í Ljónagryfjunni í deild en KR eru á átta leikja sigurgöngu á útivelli. Það má því búast við hörkuleik í kvöld.Fyrir leik: Leikurinn er hluti af 17. umferð Dominos-deildarinnar og nú fer að styttast í að stigin í pokanum góða fari að skipta máli. Leikurinn er ansi mikilvægur fyrir bæði lið. KR missti toppsætið til Keflvíkinga í gær og vilja væntanlega ólmir ná því aftur en Njarðvíkingar geta með sigri í kvöld læst hrömmunum fastar utan um fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og KR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
KR-ingum tókst að vinna Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld í hörkuleik, þar sem bæði lið tóku góða spretti en vörn KR skilaði góðum sigri í hús. Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leikinn betur í kvöld og voru fjórum stigum yfir þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum, 2-6. Heimamenn vöknuðu þá til lífsins og fóru á 9-0 sprett sem gerði það að verkum að þeir leiddu þegar með fimm stigum þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður. KR-ingar komu þá til baka en liðin skiptust á því að skora og missa boltann það sem eftir lifði af leikhlutanum og náðu Njarðvíkingar að halda KR-ingum þremur til fjórum stigum fyrir aftan sig og var staðan 20-16 heimamönnum í vil eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn juku forskot sitt í sjö stig í byrjun annars leikhluta og héldu þriggja til fimm stiga forskoti meirihluta fjórðungsins en seinustu þrjár mínútur fjórðungsins voru eign KR-inga. Vesturbæingar unnu lokamínúturnar 6-12 og voru með þriggja stiga forskot í hálfleik og stefndi í að leikurinn yrði æsispennandi. Þessi tvö stig skora mest að meðaltali í leik í deildinni en eins og hálfleikstölur gáfu til kynna var mikil spenna í mannskapnum. Atkvæðamestir í hálfleik voru Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík með 12 stig og Martin Hermannsson með níu stig fyrir gestina. Það má segja að góður leikkafli KR-inga undir lok fyrri hálfleiks hafi lagt grunninn að sigri þeirra í kvöld. Þeir komu út úr hálfleiknum af miklum krafti og voru búnir að skora 13 stig á móti sex stigum heimamanna þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum og munurinn orðinn 10 stig KR í vil. Njarðvíkingar tóku þá leikhlé og náðu eftir það að minnka muninn niður í þrjú stig áður en KR stöðvaði sprett þeirra og náðu sex stiga forskoti þegar þriðji leikhluti kláraðist. KR byrjuðu síðan seinasta fjórðunginn af sama krafti og þeir byrjuðu þann þriðja og læstu aðganginum að körfu sinni fyrri helminginn af leikhlutanum. Þeir juku forskot sitt í 14 stig og Njarðvík skoraði ekki stig fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvíkingar reyndu að gera áhlaup á gestina en reynslan í KR-liðinu skilaði þeim sigrinum og auk þess nýttu gestirnir víti sín þegar Njarðvíkingar sendu þá á línuna til að freista þess að KR klikkaði á skotunum sínum. Varnarleikur KR skilaði stigunum til þeirra í kvöld en þeir náðu að halda Njarðvík í 74 stigu en Njarðvíkingar skora að meðaltali 96 stig í leik. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. með myndarlega tvennu eða 23 stig og 11 fráköst. Hjá gestunum skoraði Martin Hermannsson mest eða 20 stig en Helgi Magnússon skilaði 14 stigum og 11 fráköstum. Fimm leikmenn KR skoruðu 10 stig eða meira í leiknum í kvöld.Finnur Stefánsson: Mér fannst KR liðið mitt koma aftur eftir áramót í kvöld „Já mjög sáttur, mér fannst KR liðið mitt koma aftur eftir áramót í kvöld", sagði kátur þjálfari KR-inga í leikslok. „Það var varnaleikurinn sem skilaði þessu í kvöld, engin spurning, mér fannst varnarleikurinn frábær þegar leið á seinni hálfleikinn. Við komumst í þennan hrað leik sem við viljum spila út af honum og strákarnir eiga gríðarlegt hrós skilið fyrir það." Um Elvar Már Friðriksson og áhersluna á að stöðva hann sagði Finnur: „Elvar er náttúrulega einn besti leikmaðurinn í deildinni og ef þú kemur í leik á móti Njarðvík og leggur ekki áherslu á að stöðva hann þá er maður ekki að sinna starfi sínu. Við erum samt ekkert að einbeita okkur að einum manni, við viljum spila góða liðsvörn. Bakverðirnir og stóru strákarnir gerðu rosalega vel í að hjálpast að í að temja leikmenn Njarðvíkur." Finnur var spurður út í nýjasta meðlim KR, Demond Watt Jr. „Hann er í ágætu hlaupaformi en körfubolta formið hans er ábótavant en nú fáum við 10 daga fram að leik við Keflavík og það eru sex vikur í úrslitakeppnina þannig að ég hef fulla trú á því að þessi strákur eigi eftir að nýtast okkur vel þegar fram líða stundir."Einar Árni Jóhannsson: Einn af þessum slæmu dögum „Við verðum að viðurkenna það að sóknarleikurinn hafi klikkað hjá okkur í kvöld," sagði hnýpinn Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. „Við skorum fimm þriggja stiga körfur úr 22 tilraunum og með 14 tapaða bolta, sem er kannski ekki brjálæðislega mikið en margir þeirra voru vondir og voru að skila KR auðveldum körfum. Við hefðum líka viljað spila betri vörn en sóknin var veikari partur í okkar leik í kvöld." „Ég var mjög ánægður með fyrstu 18 mínúturnar af leiknum, síðustu tvær til þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik fórum við aðeins út af sporinu. KR er með tudda lið og refsuðu okkur fyrir vikið og komu sér í þriggja stiga forystu. Við vorum einhvernveginn að vandræðast með að koma okkur af stað í seinni hálfleik og þeir ná að búa sér til sterkt forskot og það er mjög erfitt að missa eins sterkt lið og KR langt fram úr sér. Sérstaklega þegar við erum ekki að hitta betur en raun ber vitni, við höfum alla jafna verið að hitta vel í vetur en þetta var einn af þessum slæmu dögum og það gerði okkur erfitt fyrir." Einar Árni var spurður hvort takmarkið fyrir lokasprettinn í deildinni væri að verja fjórða sætið sem Njarðvík situr í þessa stundina. „Takmarkið er að vinna Hauka á föstudaginn eftir viku. Við þurfum að taka einn dag í einu en það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vera í topp fjórum gerum allt sem við getum til þess. Við eru samt fjórum stigum á eftir Grindavík og mætum þeim fljótlega og sá leikur mun ráða töluverðu um það hvort við náum að stríða þeim í baráttunni um þriðja sætið.Leiklýsing: Njarðvík - KR4. leikhluti | 74-83: Njarðvík skoraði þriggja stiga körfu en Brynjar Björnsson fór á línuna og tryggði KR sigurinn endanlega. Njarðvík átti lokaskotið sem geigaði og KR er komið aftur á toppinn.4. leikhluti | 71-81: Njarðvíkingar náðu þriggja stiga sókn og eru byrjaðir að brjóta á KR til að freista gæfunnar en Pavel setur tvö niður. 31 sek. eftir.4. leikhluti | 68-79: KR er að loka þessu, Helgi Magnússon skoraði úr einu víti og Martin Hermannsson stal síðan boltanum og Watt tróð boltanum. 37 sek. eftir.4. leikhluti | 68-76: Flottur kafli hjá heimamönnum, karfa, stuldur, karfa og munurinn er 8 stig þegar 50 sek. eru eftir. Það er allt hægt í þessu.4. leikhluti | 62-74: Ólafur Helgi Jónsson er loksins kominn á blað hjá Njarðvík en KR svara fljótlega. 2:12 eftir.4. leikhluti | 58-72: Martin Hermannsson skorar og fær villu að auki. Vítaskotið ratar rétta leið. 3:18 eftir.4. leikhluti | 58-69: Njarðvíkingar eru byrjaðir að spila pressvörn en KR leysir það auðveldlega en ná ekki að skora. 3:39 eftir.4. leikhluti | 58-69: Fimm stig í röð hjá Njarðvík og KR tekur leikhlé þegar 4:26 eru eftir.4. leikhluti | 53-69: Til marks um varnarleik KR-inga, þá er Elvar Már bara með fimm stig í leiknum.4. leikhluti | 53-69: Varnarmúr KR er vel hlaðinn þessa stundina og þeir eru að nýta sóknir sínar virkilega vel. 6 mín. eftir.4. leikhluti | 53-67: Helgi Magnússon kemur KR í 14 stiga forskot með þriggja stiga körfu og heimamenn taka leikhlé þegar 6:51 eru til leiksloka. Njarðvík er ekki komið á blað í fjórða leikhluta.4. leikhluti | 53-64: KR byrjar lokafjórðunginn af svipuðum krafti og þann þriðja og nú er það vörn þeirra sem skiptir höfuðmáli. Það er spurning hvort það sé nóg á tankinum hjá Njarðvík til að ná þeim fyrir lok leiks. 7:35 eftir.4. leikhluti | 53-62: Elvar Már Friðriksson var að fá á sig ásetningsvillu en KR stal boltanum og Martin Hermannsson var við það að leggja boltann í körfuna þegar Elvar hamraði í handlegginn á Martini. 8:12 eftir.4. leikhluti | 53-61: Boltinn gekk liðanna á milli áður en Watt Jr. náði að skora fyrstu körfu fjórðungsins. 8:45 eftir.4. leikhluti | 53-59: Loka fjórðungurinn hafinn og KR byrjar á því að tapa boltanum. 9:47 eftir.3. leikhluti | 53-59: KR tapaði boltanum þannig að heimamenn áttu lokaskotið sem geigaði en það mátti litlu muna. Sex stiga forskot KR eftir þrjá3. leikhluti | 53-59: Liðin skiptast á að skora núna, Martin Hermannsson með þriggja stiga körfu núna seinast. 45 sek. eftir.3. leikhluti | 51-54: Þriggja stiga munur, liðin hafa tekið sinnhvorn sprettinn í seinni hálfleik og er þetta æsispennandi. 1:49 eftir.3. leikhluti | 47-52: Smith Jr. náði síðan í tvö vítaskot í sókninni sem fylgdi og skoraði úr báðum. Þetta er leikur. 3:15 eftir.3. leikhluti | 45-52: Jón M. Kristjánsson lét sig detta eins og hann hafi fengið högg frá Tracy Smith Jr. Hann reis upp og ætlaði að vaða í Smith en dómararnir voru fljótir að dæma óíþróttamannslega villu og Logi Gunnarsson skoraði úr tveimur vítum. 3:40 eftir.3. leikhluti | 42-52: Ekki nógu góð byrjun hjá heimamönnum og þeir taka leikhlé þegar 4:36 eru eftir. 6-13 fyrir KR á fyrri helming fjórðungsins.3. leikhluti | 42-50: Mun meiri kraftur í KR þessa stundina en Logi Gunnarsson skorar þriggja stiga körfu og vekur áhorfendur. 5:14 eftir.3. leikhluti | 39-48: Níu stiga munur Ermolinski krossar varnarmann heimamanna og setur tveggja stiga skot ofan í. 6:23 eftir.3. leikhluti | 38-46: Gestirnir byrja af miklum krafti, Brynjar Björnsson var að sökkva þrist og forskotið er komið í 8 stig. 7:35 eftir.3. leikhluti | 38-43: KR skoraði aftur áður en Smith JR. kom heimamönnum á blað. 8:38 eftir.3. leikhluti | 36-41: Seinni hálfleikur er hafinn og KR opnar hann með körfu. 9:34 eftir.2. leikhluti | 36-39: Hálfleikur. Njarðvík minnkaði muninn og náði boltanum aftur og reyndi Elvar Már að skora þriggja stiga körfu í lok hálfleiks en skotið geigaði. KR-ingar leiða með þremur í hálfleik og allt getur gerst.2. leikhluti | 34-39: Brynjar Björnsson kemur KR fimm stigum yfir þegar 40 sek. eru til hálfleiks.2. leikhluti | 34-34: Aftur jafnt, nú var það Elvar Már sem jafnaði af vítalínunni. 1:52 eftir.2. leikhluti | 32-34: Martin Hermannsson kemur gestunum yfir með því að setja niður tvö vítaskot. 2:04 eftir.2. leikhluti | 32-32: Helgi Magnússon jafnar leikinn fyrir KR með þriggja stiga körfu en Hjörtur Einarsson var fljótur að svara og sömuleiðis Brynjar Björnsson. Allt í járnum. 2:37 eftir.2. leikhluti | 30-27: Liðin skiptast á að skora og sýna fínan sóknarleik. 4:10.2. leikhluti | 28-23: Leikhlé tekið þegar 5:35 eru eftir.2. leikhluti | 28-23: Það eru skemmtileg einvígi út um allan völl í kvöld. Martin Hermannsson dekkar Elvar Már Friðriksson, Darri Hilmarsson hefur gætur á Loga Gunnarss. og Pavel Ermolinski dekkar Ólaf Helga Jónsson. Síðan er barátta stóru mannanna alltaf spennandi. 5:43 eftir.2. leikhluti | 27-20: Smith Jr. fer mikinn fyrir heimamenn og er kominn með 10 stig og fjögur fráköst. 7:38 eftir.2. leikhluti | 25-20: Þetta var 10-0 sprettur hjá heimamönnum en Helgi Magnússon stöðvaði hann. 8:24 eftir.2. leikhluti | 20-16: Annar leikhluti hafinn og Maciek Baginski opnar hann á þriggja stiga körfu.9:48 eftir.1. leikhluti | 20-16: Smith Jr. jók forskotið í fjögur stig áður en Logi Gunnarsson reyndi lokaskot fjórðungsins en það geigaði. KR byrjaði mun betur en eftir því sem leið á jafnaðist leikurinn og Njarðvíkingar hafa frumkvæðið þessa stundina. Það er spenna í loftinu í Ljónagryfjunni.1. leikhluti |18-16: Maciek Baginski skoraði þriggja stiga körfu og kemur þar með heimamönnum tveimur stigum yfir. 1:45 eftir.1. leikhluti | 13-16: KR jafnaði metin og síðan skoraði Darri Hilmarsson þriggja stig körfu til að koma þeim þremur stigum yfir. 2:26 eftir.1. leikhluti | 13-11: Bæði lið að tapa boltanum en Tracy Smith jók við forystu heimamanna áður en Demond Watt tróð með tilþrifum og munurinn er enn tvö stig. 3:17 eftir.1. leikhluti | 11-9: Martin Hermannsson batt enda á sprettinn með þriggja stiga körfu. 5:03 eftir.1. leikhluti | 11-6: 9-0 sprettur hjá heimamönnum og forystan er orðin fimm stig Njarðvík í vil. 5:35 eftir.1. leikhluti | 9-6: Logi Gunnarsson kom heimamönnum yfir með þriggja stiga skoti og svo stal Hjörtur Einarsson boltanum og brunaði fram og lagði boltann í körfuna og allt í einu eru heimamenn komnir með forystunna.1. leikhluti | 2-6: Gestirnir byrja af meiri krafti og eru komnir með fjögurra stiga forskot. 7:37 eftir.1. leikhluti | 0-2: KR-ingar er komnir á blað en heimamenn eru búnir að tapa boltanum í báðum sínum sóknum. 8:34 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru KR sem ná boltanum og halda í sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Liðin sem mætast í Ljónagryfjunni í kvöld eru bestu sóknarlið deildarinnar ef marka má tölfræðina úr leikjunum hingað til. Njarðvíkingar skora að meðaltali 96,4 stig að meðaltali í leik og KR-ingar skora að meðaltali 94,8 stig í leik. Liðin hafa ekki hingað til átt í vandræðum með að koma knettinum í gegnum hringinn.Fyrir leik: Njarðvíkingar eru sem stendur á sjö leikja sigurgöngu í Ljónagryfjunni í deild en KR eru á átta leikja sigurgöngu á útivelli. Það má því búast við hörkuleik í kvöld.Fyrir leik: Leikurinn er hluti af 17. umferð Dominos-deildarinnar og nú fer að styttast í að stigin í pokanum góða fari að skipta máli. Leikurinn er ansi mikilvægur fyrir bæði lið. KR missti toppsætið til Keflvíkinga í gær og vilja væntanlega ólmir ná því aftur en Njarðvíkingar geta með sigri í kvöld læst hrömmunum fastar utan um fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og KR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira