Lífið

Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars

Fyrsta myndin úr nýjustu kvikmynd úr smiðju Baltasars Kormáks var birt á vefsíðunni Indiewire í dag og fylgir fréttinni.

Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal.

Myndin fjallar um fjallgöngumenn sem lentu í mannskæðu óveðri á Everest árið 1996.

Kvikmyndaverið Universal hefur tilkynnt að Everest verði frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs þann 27. febrúar árið 2015. 

Samkvæmt sömu yfirlýsingu verður myndin í þrívídd, eins og áður hefur komið fram.


Tengdar fréttir

Everest verður í þrívídd

Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.