Renault græðir á Dacia Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 13:14 Höfuðstöðvar Renault. Automotive News Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent