Tsubota var á leið niður brekkuna öðru sinni í úrslitum skíðafiminnar og gekk allt eins og í sögu þar til hún kom á þriðja og síðasta stökkpallinn.
Þar náði hún ekki nógum hraða og lenti of ofarlega í brekunni sem varð til þess að hún féll og rúllaði harkalega niður brekkuna.
Þessi tvítuga stúlka lá eftir og komu sjúkraliðar hlaupandi til hennar. Þeir báru hana svo á brott á börum.
Ekki er vitað um líðan hennar á þessari stundu. Tsubota endaði engu að síður í sjötta sæti þar sem hún gerði vel í fyrri ferðinni í úrslitunum.
