Lífið

Emily Watson bætist við hjá Baltasar

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Leikkonan Emily Watson leikur í Everest.
Leikkonan Emily Watson leikur í Everest. mynd/gettyimages
Leikkonan Emily Watson hefur bæst við leikarahóp Baltasars Kormáks fyrir myndina Everest. Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum The Wrap





Leikararnir Martin Henderson og Thomas Wright hafa einnig bæst í hópinn. Það er því ekki amalegur hópur sem mun leika undir stjórn Baltasars í myndinni sem byggð er á sannri sögu.

Fjórmenningarnir Jake Gyllenhall, Josh Brolin, Jason Clarke og John Hawkes hafa áður verið staðfestir í verkefnið. 

Everest fjallar um klifurmenn sem lentu í einu mannskæðasta óveðri á Everest og lentu þeir í miklum ógöngum árið 1996. Myndin verður í þrívídd og frumsýnd í byrjun árs 2015. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.