Lífið

Sjúkur í Gretu Mjöll

Ellý Ármanns skrifar
"Ég myndi freta fyrir frama þig Greta. Ó mæ god hvað ég þrái þig,“ syngur Steindi af sinni alkunnu snilld.
"Ég myndi freta fyrir frama þig Greta. Ó mæ god hvað ég þrái þig,“ syngur Steindi af sinni alkunnu snilld.
Lífið rakst á bráðskemmtilegt myndband frá árinu 2008 þar sem grínistinn Steindi Jr. eða Steinþór Hróar Steinþórsson fer á kostum með söngkonunni Gretu Mjöll Samúelsdóttur, sem er komin áfram í úrslit söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Eftir eitt lag.  Þegar myndbandið var gert var Steindi nánast óþekktur að taka sín fyrstu skref en það vantaði ekki metnaðinn í myndbandagerðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Ég hafði ekki hugmynd um hver Steindi var enda var hann bara með litla „sketsa“ á Monitorvefnum minnir mig á þeim tíma. Það kemur mér hins vegar ekkert á óvart hvað hann varð vinsæll enda fannst mér hann strax ofsalega fyndinn og greinilega með mjög mikið af hugmyndum,“ segir Greta spurð um samstarfið.

„Þetta var bara brjálæðislega skemmtilegur dagur. Ég skemmti mér konunglega og hafði mjög gaman af því að fíflast með þeim þennan dag. Pabbi tók líka vel í þetta. Hann hafði húmor fyrir þessu. Þarna fengu leyndir leikhæfileikar pabba að njóta sín til fullnustu,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.