Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2014 10:00 Súkkulaðiglassúr eða súkkulaðibráð eru uppáhald margra á bollurnar sínar. Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat. Í tilefni bolludagsins á morgun deilir hún uppskrift af vatnsdeigsbollum með lesendum ásamt því að útskýra bollugerðina skref fyrir skref. Vatnsdeigsbollur Ofnhiti: 200°C Tími: undirbúningur 20 mínútur Bökun: 20 til 30 mínútur 12 miðlungsstórar bollur 80 g. smjör eða smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti (1 3/4 dl. ) 2-3 egg 1/8 tsk. salt Stillið ofnin á 200°C. Ég nota blástur, en það er í lagi að nota bara undir og yfirhita. Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar. Setjið hveitið út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Stráið svo salti yfir og látið þetta standa í nokkrar mínútúr þannig að þetta kólni.Á meðan deigið er að kólna er gott að þeyta eggin. Þegar ég nota hrærivélina þá þeyti ég þau bara í hrærivélarskálinni og set svo í litla skál og hef til hliðar. Uppskriftin segir að það eigi að vera 2-3 egg, yfirleitt eru 2 egg of lítið en 3 egg örlítið of mikið, þannig ég þeyti þau bara öll og hendi svo afganginum ef það verður einhver.Þegar deigið er búið að kólna aðeins er það sett í skál (hrærivélaskálina ef svoleiðis er notað). Deigið má ekki vera of heitt, það þarf að vera hægt að snerta það og ef maður hrærir aðeins í því á ekki að rjúka úr því. Svo er smá af eggjablöndunni bætt út í og þeytt vel í hrærivél eða með handþeytara og svo sett meira og aftur þeytt vel á milli. Þetta er gert alveg þangað til eggjablandan er alveg að verða búin. Það þarf að passa að setja ekki of mikið. Þetta á að vera frekar þykkt, á ekki að renna heldur eiga topparnir sem maður myndar með hrærivélinni að haldast en ekki renna saman þegar maður hættir að þeyta. Bollurnar eru bakaðar í ofni í 20-30 mínútur. Deigið er svo sett á plötu með tveim skeiðum, en það er líka hægt að sprauta því þannig þetta verði fallegra. Þetta verða sirka 12 miðlungsstórar bollur. Ef það er erfitt að “móta” bollurnar og deigið rennur út er það of þunnt. Þetta er svo sett inn í ofn og bakað í 20-30 mín. Það er mjög mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15-20 mín. en svo eftir þann tíma er hægt að opna og taka bollu út til að athuga hvort þær séu tilbúnar með því að skera bolluna í tvennt og athuga hvort hún sé of blaut inn í. Bollurnar þurfa svo að kólna aðeins áður en sulta + rjómi – eða eitthvað annað gott – er sett á þær. Í uppáhaldi hjá mér er að setja annað hvort súkkulaðiglassúr ( 1-2 dl. flórsykur, 1 msk. kakó, smá vanilludropar og vatn þangað til þetta er hæfilega þunnt) eða súkkulaðibráð ( smá suðusúkkulaði + smá síróp + örlítið af rjóma brætt saman) á bollurnar og svo berjasultu og rjóma inn í. Bolludagur Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat. Í tilefni bolludagsins á morgun deilir hún uppskrift af vatnsdeigsbollum með lesendum ásamt því að útskýra bollugerðina skref fyrir skref. Vatnsdeigsbollur Ofnhiti: 200°C Tími: undirbúningur 20 mínútur Bökun: 20 til 30 mínútur 12 miðlungsstórar bollur 80 g. smjör eða smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti (1 3/4 dl. ) 2-3 egg 1/8 tsk. salt Stillið ofnin á 200°C. Ég nota blástur, en það er í lagi að nota bara undir og yfirhita. Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar. Setjið hveitið út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Stráið svo salti yfir og látið þetta standa í nokkrar mínútúr þannig að þetta kólni.Á meðan deigið er að kólna er gott að þeyta eggin. Þegar ég nota hrærivélina þá þeyti ég þau bara í hrærivélarskálinni og set svo í litla skál og hef til hliðar. Uppskriftin segir að það eigi að vera 2-3 egg, yfirleitt eru 2 egg of lítið en 3 egg örlítið of mikið, þannig ég þeyti þau bara öll og hendi svo afganginum ef það verður einhver.Þegar deigið er búið að kólna aðeins er það sett í skál (hrærivélaskálina ef svoleiðis er notað). Deigið má ekki vera of heitt, það þarf að vera hægt að snerta það og ef maður hrærir aðeins í því á ekki að rjúka úr því. Svo er smá af eggjablöndunni bætt út í og þeytt vel í hrærivél eða með handþeytara og svo sett meira og aftur þeytt vel á milli. Þetta er gert alveg þangað til eggjablandan er alveg að verða búin. Það þarf að passa að setja ekki of mikið. Þetta á að vera frekar þykkt, á ekki að renna heldur eiga topparnir sem maður myndar með hrærivélinni að haldast en ekki renna saman þegar maður hættir að þeyta. Bollurnar eru bakaðar í ofni í 20-30 mínútur. Deigið er svo sett á plötu með tveim skeiðum, en það er líka hægt að sprauta því þannig þetta verði fallegra. Þetta verða sirka 12 miðlungsstórar bollur. Ef það er erfitt að “móta” bollurnar og deigið rennur út er það of þunnt. Þetta er svo sett inn í ofn og bakað í 20-30 mín. Það er mjög mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15-20 mín. en svo eftir þann tíma er hægt að opna og taka bollu út til að athuga hvort þær séu tilbúnar með því að skera bolluna í tvennt og athuga hvort hún sé of blaut inn í. Bollurnar þurfa svo að kólna aðeins áður en sulta + rjómi – eða eitthvað annað gott – er sett á þær. Í uppáhaldi hjá mér er að setja annað hvort súkkulaðiglassúr ( 1-2 dl. flórsykur, 1 msk. kakó, smá vanilludropar og vatn þangað til þetta er hæfilega þunnt) eða súkkulaðibráð ( smá suðusúkkulaði + smá síróp + örlítið af rjóma brætt saman) á bollurnar og svo berjasultu og rjóma inn í.
Bolludagur Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira