Lífið

Heilsa og hamingja í tveimur glösum

Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar
Hér eru tvær ljúffengar uppskriftir úr Léttum sprettum. Annar er grænmetishristingur og hinn prótínhristingur. Mér finnst gott að eiga alltaf rauðrófuna til í frysti. Ég tek mig þá bara til öðru hverju og skræli og sker niður rauðrófuna, set hana í frystipoka og þá á ég hana alltaf til. Sama geri ég með eplin. Verði ykkur að góðu.



Heilsuhristingur

2 sneiðar fersk rauðrófua

1/2 grænt epli

1 cm biti engifer

1 meðalstór gulrót,afhýdd

2 grænkálslauf

2 msk límónusafi

250 ml kókosvatn

Blandið öllu vel saman í blandara og drekkið strax

Próteinhristingur

1/2 banani

5-6 frosin jarðarber

250 möndlumjólk

1 skammtur Now pea prótein

1/2 msk hnetusmjör

1/2 avókadó

Blandið öllu vel saman í blandara og drekkið strax.


Tengdar fréttir

Léttir sprettir og réttir

Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, mætir með nýjan þátt á Stöð 2 í febrúar. Í þættinum verða almenningsíþróttir teknar fyrir ásamt næringu og hollri matreiðslu.

Asískt kjúklingasalat úr Léttum sprettum

Í hlaupaþætti Léttra spretta útbjó ég bráðhollt og brakandi stökkt kjúklingasalat sem einfalt er að leika eftir. Salatið er stútfullt af næringarefnum og einstaklega bragðgott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.