Lífið

Fjör á tökustað Everest

Baltasar segir þeim Ingvari og Gyllenhall til á tökustað Everest í Róm.
Baltasar segir þeim Ingvari og Gyllenhall til á tökustað Everest í Róm.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur er nú kominn með tökuliðið á kvikmyndinni Everest til Rómar. Vefmiðilinn Daily Mail birtir myndir af tökustaðnum. 

Þar virðist vera búið að útbúa tjaldbúðir fyrir framan „green screen“ þar sem sjá má leikarana Ingvar E. Sigurðsson og Jake Gyllenhaal kappklædda eins og fjallaklifursmönnum sæmir. 

Vel virðist fara á með leikurunum og leikstjóranum en tökur á myndinni eru vel á veg komnar. 

Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.

Með önnur hlutverk í myndinni fara Josh Brolin, John Hawkes, Jason Clark og Emily Watson. Áætluð frumsýning er í febrúar 2015. 


Tengdar fréttir

Everest verður í þrívídd

Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015.

Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk

Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×