Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2014 00:24 Vísir/Getty Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk 50 þúsund dali í verðlaun fyrir frammistöðu kvöldsins í UFC-bardaga sínum gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Gunnar mætti á blaðamannafund eftir bardagann ásamt Dana White, forseta UFC, og nokkrum öðrum bardagamönnum sem kepptu. Alexander Gustavson fékk einnig slík verðlaun, en 50 þúsund dalir eru rúmlega fimm og hálf milljón króna sem verður að teljast gott kaup fyrir fjögurra mínútna bardaga. White tilkynnti einnig á fundinum að miðar í O2 höllina hafi selst upp á 36 klukkutímum og útsendingin hafi náð til 178 landa og 194 milljón heimila í Evrópu. Þegar White var spurður um frammistöðu Gunnars sagði hann: „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans.“ Gunnar var spurður af blaðamanni hvort hann hefði áhuga á að berjast í Dublin í Írlandi í júlí. Áður en blaðamaðurinn kláraði spurninguna sagðist Gunnar vilja það en okkar maður hefur dvalið á Írlandi við æfingar í gegnum tíðina. Þá var Gunnar spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi gera við milljónirnar fimm og hálfa. „Ég er ekki viss. Það kemur í ljós þegar ég kem heim, en það verður eitthvað æðislegt,“ sagði Gunnar. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk 50 þúsund dali í verðlaun fyrir frammistöðu kvöldsins í UFC-bardaga sínum gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Gunnar mætti á blaðamannafund eftir bardagann ásamt Dana White, forseta UFC, og nokkrum öðrum bardagamönnum sem kepptu. Alexander Gustavson fékk einnig slík verðlaun, en 50 þúsund dalir eru rúmlega fimm og hálf milljón króna sem verður að teljast gott kaup fyrir fjögurra mínútna bardaga. White tilkynnti einnig á fundinum að miðar í O2 höllina hafi selst upp á 36 klukkutímum og útsendingin hafi náð til 178 landa og 194 milljón heimila í Evrópu. Þegar White var spurður um frammistöðu Gunnars sagði hann: „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans.“ Gunnar var spurður af blaðamanni hvort hann hefði áhuga á að berjast í Dublin í Írlandi í júlí. Áður en blaðamaðurinn kláraði spurninguna sagðist Gunnar vilja það en okkar maður hefur dvalið á Írlandi við æfingar í gegnum tíðina. Þá var Gunnar spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi gera við milljónirnar fimm og hálfa. „Ég er ekki viss. Það kemur í ljós þegar ég kem heim, en það verður eitthvað æðislegt,“ sagði Gunnar. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00
Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10