Lífið

Miðabraskarar miður sín

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Justin er sáttur við þá sem sjá sóma sinn.
Justin er sáttur við þá sem sjá sóma sinn. Vísir/Getty
Miða.is hafa borist tölvupóstar frá fólki sem selt hefur miða sína á tónleika Justins Timberlake í hagnaðarskyni. Um er að ræða fólk sem hefur þá sent Miða.is millifærslukvittanir fyrir miðum og endurgreitt kaupendum mismuninn.

Sem stendur er talið að endurgreiðslan nemi um 200.000 þúsund krónum. Um er að ræða um tuttugu miða sem hagnaðurinn hefur verið endurgreiddur af.

Fyrr í dag sagði Vísir frá því að Miði.is væri í stærðarinnar aðgerðum við að uppræta miðasölu á svörtum markaði í hagnaðarskyni. Ljóst er að einhverjir aðilar hafa séð sóma sinn í að endurgreiða kaupendum  ósæmilega álagningu.

Þetta er þó einungis lítill hluti þeirra miða sem seldir hafa verið á svörtum markaði í hagnaðarskyni.


Tengdar fréttir

Leita uppi braskara

Miðar á tónleika Justins Timberlake sem seldir eru á svörtum markaði gætu orðið ógildir

Miði.is hrundi vegna álags

Miði.is reynir nú eftir fremsta megni að koma kerfinu í gang aftur, svo miðasala geti haldið áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.