Handbolti

Valsmenn og Patrekur ná sáttum | Dómsmálinu lokið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrekur Jóhannesson þjálfar Hauka í dag.
Patrekur Jóhannesson þjálfar Hauka í dag. Vísir/Vilhelm
Samkomulag hefur náðst á milli Patreks Jóhannessonar, þjálfara Hauka, og hans fyrrverandi félags, Vals, sem hann höfðaði mál gegn á dögunum.

Frá þessu er greint á heimasíðu Vals en þar segir að dómsmálinu sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sé þar með lokið.

Valsmenn óska Patreki velfarnaðar í starfi og þakka honum fyrir samstarfið en undir yfirlýsinguna ritar Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals.

Patrekur tók við Val árið 2012 en var sagt upp störfum í upphafi síðasta árs. Hann var þá nýbúinn að semja við Hauka um að taka við liðinu í lok þess tímabils.

Patrekur er þessa stundina á hliðarlínunni á Ásvöllum þar sem nýkrýndir bikarmeistarar Hauka mæta FH í Hafnafjarðarslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×