Bíó og sjónvarp

Movie 43 valin versta myndin

Baldvin Þormóðsson skrifar
Leikstjóri myndarinnar, Peter Farrelly(í miðju) er líklegast ekki ánægður með verðlaunin.
Leikstjóri myndarinnar, Peter Farrelly(í miðju) er líklegast ekki ánægður með verðlaunin.
Gamanmyndin Movie 43 vann þrenn verðlaun á árlegu Golden Raspberry-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Aðstandendur myndarinnar fagna þó ekki verðlaununum þar sem að hátíðin veitir verðlaun fyrir verstu frammistöðu síðasta árs.

Gamanmyndin, sem skartar stórleikurum á borð við Halle Berry, Richard Gere og Kate Winslet, fékk verðlaun fyrir verstu myndina, versta leikstjórann og versta handritið.

Will Smith og sonur hans Jaden Smith, fengu einnig verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni After Earth. Jaden fyrir versta leik í aðalhlutverki og faðir hans fyrir versta leik í aukahlutverki. Einnig voru þeir útnefndir sem versta tvíeykið í kvikmynd á síðasta ári.

Kim Kardashian fékk útnefninguna versta leikkonan í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í mynd Tyler Perry, A Madea Christmas.

Aldrei þessu vant fékk Adam Sandler engin verðlaun en hann skrifaði nafn sitt í sögubækur hátíðarinnar á síðasta ári þegar hann fékk verðlaun fyrir að vera bæði versti leikarinn og leikkonan í myndinni Jack and Jill.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.