Rikka: Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar 19. mars 2014 15:30 Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“ Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira