Pedersen: Mun bæta aðeins við sóknarleik Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. mars 2014 12:45 Craig Pedersen er nýr landsliðsþjálfari karla í körfubolta. Mynd/KKÍ Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25