Körfubolti

Pálmi Þór hættir með Skallagrím

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Pálmi Þór Sævarsson er hættur sem þjálfari Skallagríms en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í kvöld.

Skallagrímur hafnaði í tíunda sæti deildarinnar með tólf stig og komst þar með ekki í úrslitakeppnina. Liðið hélt þó sæti sínu í Domino's-deild karla.

Það vakti athygli fyrr í vetur þegar stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms ákvað að segja Pálma upp störfum. Hann var svo endurráðinn í starfið aðeins sólarhring síðar eftir að aðilar hefðu „hreinsað loftið“.

Í tilkynningunni í kvöld segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar og Pálma Þórs að endurnýja ekki samning hans. Pálmi hefur stýrt liðinu undanfarin fjögur ár en nú er leitin hafin að eftirmanni hans.


Tengdar fréttir

Pálmi hættur með Skallagrím

Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari karlaliðs Skallagríms í körfuknattleik undanfarin 3 og hálft ár, hefur að ósk stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar látið af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×