Lífið

Veisla fyrir bæði augu og eyru

Baldvin Þormóðsson skrifar
Björk að koma fram á tónleikunum í Hörpu en hún er oft með lifandi listaverk við tónlist sína.
Björk að koma fram á tónleikunum í Hörpu en hún er oft með lifandi listaverk við tónlist sína. vísir/valli
Tónleikarnir Stopp! Gætum garðsins fóru fram í Hörpu í kvöld. Þar komu fram hinir ýmsu tónlistarmenn og konur á borð við Björk, Lykke Li og Patti Smith. Gestir tónleikanna segja þá hafa verið veislu fyrir bæði augu og eyru.

Patti Smith sagði áhorfendum að hún hafi fyrst komið til Íslands árið 1969 þegar hún var 23 ára gömul. Þá talaði hún um að hún hafi kolfallið fyrir íslenskri náttúru.

Tónleikarnir voru haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það voru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem stóðu fyrir þeim. Allir listamenn kvöldsins gáfu vinnu sína en ásamt þeim Smith, Li og Björk komu einnig fram Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.