Bíó og sjónvarp

Páfinn óþekkur og elskar börn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Patti og Darren.
Patti og Darren. Vísir/Valli
Kvikmyndin Noah var frumsýnd í Egilsbíói í dag sem hluti af viðburðinum Stopp - Gætum garðsins!

Leikstjóri myndarinnar, Darren Aronofsky, og tónlistarkonan Patti Smith spjölluðu við blaðamenn fyrir sýninguna. Frans páfi bar á góma og sagðist Patti hafa hitt hann tvisvar. Hún sagði að hann „elskaði börn og væri óþekkur“. Þegar hún áttaði sig á að þessi orð væri hægt að misskilja sagðist hún meina að hann væri afar elskulegur og pínulítill prakkari í sér sem færi stundum gegn ströngum reglum í Páfagarði. Uppskar þetta mikinn hlátur viðstaddra.

Noah var tekin upp á Íslandi sumarið 2012 og með aðalhlutverk í henni fara Russell Crowe, Jennifer Connelly, Anthony Hopkins og Emma Watson. Á blaðamannafundinum í dag sagðist Darren hafa notið þess að taka myndina upp hér á landi.

„Allt útlit myndarinnar er innblásið af Íslandi, hvort sem það er förðunin, búningarnir eða örkin sjálf.“

Nánar er fjallað um frumsýninguna í Fréttablaðinu á morgun, miðvikudag.


Tengdar fréttir

Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum

Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.