Lífið

Bakraddasöngvari Justins Timberlake hitar upp

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tom Shillue og Justin Timberlake á góðri stundu.
Tom Shillue og Justin Timberlake á góðri stundu. Vísir/Skjáskot
Uppistandarinn, söngvarinn og leikarinn Tom Shillue mun ferðast með Jim Gaffigan og hita upp fyrir hann á evróputúrnum. Jim Gaffigan verður með uppistand hérlendis þann 4. apríl, eins og fyrr hefur verið kynnt.

Tom hefur komið víða við í allskyns störfum og undanfarið verið fastagestur hjá Jimmy Fallon þar sem hann leikur í ýmsum atriðum. Nýverið kom hann þar fram með verðandi tengdasyni Íslands Justin Timberlake, þar sem þeir félagar fluttu lagið Sexy back í rakarakvintetts útgáfu.

Gaffigan er bandarískur og hefur vakið mikla eftirtekt síðastliðin ár. Aðeins verður um eina sýningu að ræða á Íslandi, því hann fer strax til Bretlands í kjölfarið til að koma fram í Leicester Square leikhúsinu í Lundúnum.

Uppselt á sýninguna í London sem er strax daginn eftir en ennþá eru til miðar í Háskólabíói. Miðasala fer fram á miði.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.