Gerir heimildarmynd um tindana sjö Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar 12. mars 2014 23:00 Vilborg kom þreytt og sæl heim frá Afríku í gær. VISIR/VALLI „Undirbúningurinn felst að miklu leyti í því að hvíla mig vel. Ég er náttúrulega búin að ganga mikið og þarf að jafna mig eftir það“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir, betur þekkt sem Vilborg pólfari. Vilborg er rétt svo að kasta mæðinni en hún kom heim frá Afríku í gær eftir að hafa klifið Kilimanjaro í Tansaníu, sem er hæsti tindur Afríku. Nú hefur hún klifið sex af sjö hæstu tindum heims. Hún stoppar aðeins í þrjár vikur á Íslandi. Næst bíður hennar hæsti tindur heims, hinn alræmdi Everest tindur í Nepal.Undirbýr sig líkamlega og andlega „Ég þarf að undirbúa mig mikið andlega. Ég þarf að setja mig inn í aðstæður fyrirfram og sjá fyrir hvað getur haft áhrif á andlega líðan mína. Því ofar sem ég kemst því erfiðari verður gangan, ég þarf að vera undirbúin því og láta það ekki koma mér á óvart“. Skortur á súrefni, ofþreyta, ofkæling og torfærar aðstæður setja sinn toll á alla þá sem kljást við fjallið, sérstaklega því ofar sem dregur. Líkamlegur undirbúningur Vilborgar felst að mestu í því að slaka á spennu í vöðvum. „Ég fer í hot yoga og nudd fram að brottför. Þegar að átökunum kemur bý ég vonandi að því að vera búin að ganga stanslaust síðan í nóvember. Annars verð ég á skíðum alla helgina.“ „Dagsformið skiptir rosalega miklu máli þegar maður nálgast toppinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að missa heilsu. Fá kvef, matareitrun eða niðurgang. Eftir 5000 metra hæð batnar manni ekki án þess að fara aftur niður. “ Sex íslendingar hafa áður klifið Everest. Þó er ekki víst að Vilborg verði sú sjöunda. Ingólfur Ragnar Axelsson ætlar sér einnig að reyna við tindinn á svipuðum tíma og Vilborg.Klífur Everest með ráðgjöfum Baltasar Kormáks Ég er að klífa með Adventure Consultants en það fyrirtæki kemur mikið við í sögunni sem Baltasar Kormákur er að gera myndina Everest um og eigandinn er einn af ráðgjöfum myndarinnar. Ég þekki til þessa fyrirtæks og hef farið með þeim áður,“ segir Vilborg sem slæst í för með átta manna hópi á vegum fyrirtækisins. „Þeir eru frá Nýja Sjálandi og ég finn mikla samsvörun með því fólki“.Ætlar að gera heimildarmynd „Bestu kaup sem ég hef gert eru Canon kvikmyndatökuvél sem ég keypti í fyrra,“ segir Vilborg. Hún er nú byrjuð að vinna að heimildarmynd um leiðangur sinn á tindana sjö. Hún ákvað að taka upp ferðalög sín þegar hún var á leiðinni til Bandaríkjanna til að klífa fyrsta tindinn og keypti vélina daginn áður en hún byrjaði að ganga hann í maí á síðasta ári. Kvikmyndatökumaður frá Saga Film fylgdi henni í síðasta leiðangrinum hennar.Sendiherra SOS barnaþorpa „Það er ólýsanleg upplifun að heimsækja barnaþorpið í Arusha og gaman að sjá að það sé virkilega hægt að láta gott af sér leiða“, segir Vilborg sem gerðist sendiherra SOS barnaþorpa í lok árs 2013. Hún nýtti tækifærið og kom í heimsókn í SOS barnaþorp áður en hún sneri heim frá Afríku. Hún segir það vera magnað að sjá hversu góður aðbúnaður er í barnaþorpum SOS þrátt fyrir mikla fátækt í landinu og hvetur fólk til að gerast styrktarforeldri. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
„Undirbúningurinn felst að miklu leyti í því að hvíla mig vel. Ég er náttúrulega búin að ganga mikið og þarf að jafna mig eftir það“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir, betur þekkt sem Vilborg pólfari. Vilborg er rétt svo að kasta mæðinni en hún kom heim frá Afríku í gær eftir að hafa klifið Kilimanjaro í Tansaníu, sem er hæsti tindur Afríku. Nú hefur hún klifið sex af sjö hæstu tindum heims. Hún stoppar aðeins í þrjár vikur á Íslandi. Næst bíður hennar hæsti tindur heims, hinn alræmdi Everest tindur í Nepal.Undirbýr sig líkamlega og andlega „Ég þarf að undirbúa mig mikið andlega. Ég þarf að setja mig inn í aðstæður fyrirfram og sjá fyrir hvað getur haft áhrif á andlega líðan mína. Því ofar sem ég kemst því erfiðari verður gangan, ég þarf að vera undirbúin því og láta það ekki koma mér á óvart“. Skortur á súrefni, ofþreyta, ofkæling og torfærar aðstæður setja sinn toll á alla þá sem kljást við fjallið, sérstaklega því ofar sem dregur. Líkamlegur undirbúningur Vilborgar felst að mestu í því að slaka á spennu í vöðvum. „Ég fer í hot yoga og nudd fram að brottför. Þegar að átökunum kemur bý ég vonandi að því að vera búin að ganga stanslaust síðan í nóvember. Annars verð ég á skíðum alla helgina.“ „Dagsformið skiptir rosalega miklu máli þegar maður nálgast toppinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að missa heilsu. Fá kvef, matareitrun eða niðurgang. Eftir 5000 metra hæð batnar manni ekki án þess að fara aftur niður. “ Sex íslendingar hafa áður klifið Everest. Þó er ekki víst að Vilborg verði sú sjöunda. Ingólfur Ragnar Axelsson ætlar sér einnig að reyna við tindinn á svipuðum tíma og Vilborg.Klífur Everest með ráðgjöfum Baltasar Kormáks Ég er að klífa með Adventure Consultants en það fyrirtæki kemur mikið við í sögunni sem Baltasar Kormákur er að gera myndina Everest um og eigandinn er einn af ráðgjöfum myndarinnar. Ég þekki til þessa fyrirtæks og hef farið með þeim áður,“ segir Vilborg sem slæst í för með átta manna hópi á vegum fyrirtækisins. „Þeir eru frá Nýja Sjálandi og ég finn mikla samsvörun með því fólki“.Ætlar að gera heimildarmynd „Bestu kaup sem ég hef gert eru Canon kvikmyndatökuvél sem ég keypti í fyrra,“ segir Vilborg. Hún er nú byrjuð að vinna að heimildarmynd um leiðangur sinn á tindana sjö. Hún ákvað að taka upp ferðalög sín þegar hún var á leiðinni til Bandaríkjanna til að klífa fyrsta tindinn og keypti vélina daginn áður en hún byrjaði að ganga hann í maí á síðasta ári. Kvikmyndatökumaður frá Saga Film fylgdi henni í síðasta leiðangrinum hennar.Sendiherra SOS barnaþorpa „Það er ólýsanleg upplifun að heimsækja barnaþorpið í Arusha og gaman að sjá að það sé virkilega hægt að láta gott af sér leiða“, segir Vilborg sem gerðist sendiherra SOS barnaþorpa í lok árs 2013. Hún nýtti tækifærið og kom í heimsókn í SOS barnaþorp áður en hún sneri heim frá Afríku. Hún segir það vera magnað að sjá hversu góður aðbúnaður er í barnaþorpum SOS þrátt fyrir mikla fátækt í landinu og hvetur fólk til að gerast styrktarforeldri.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira