Audi R8 E-tron fer 450 km á rafmagni Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 00:01 Forsvarsmenn Audi hafa trú á því að rafmagnsútfærsla Audi R8 E-tron sportbílsins gæti breytt viðhorfi almennings til rafmagnsbíla þar sem hann kemst 450 km á hverri hleðslu. Fáir rafmagnsbílar hafa eins mikið drægi og þessi bíll, en Tesla fullyrðir reyndar að Tesla Model S bíllinn komist 480 km við bestu aðstæður. Hinn nýi BMW i3 rafmagnsbíll kemst 190 km og Nissan Leaf kemst 135 km. Audi E-tron verður ekki beint fjöldaframleiddur bíll, en hann verður aðeins smíðaður eftir pöntunum. Audi greinir að auki ekki frá því hvenær fyrstu bílarnir verða afhentir, né hvað þeir muni kosta en ljóst er að þarna er á ferðinni langdýrasta útgáfa R8- bílsins. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent
Forsvarsmenn Audi hafa trú á því að rafmagnsútfærsla Audi R8 E-tron sportbílsins gæti breytt viðhorfi almennings til rafmagnsbíla þar sem hann kemst 450 km á hverri hleðslu. Fáir rafmagnsbílar hafa eins mikið drægi og þessi bíll, en Tesla fullyrðir reyndar að Tesla Model S bíllinn komist 480 km við bestu aðstæður. Hinn nýi BMW i3 rafmagnsbíll kemst 190 km og Nissan Leaf kemst 135 km. Audi E-tron verður ekki beint fjöldaframleiddur bíll, en hann verður aðeins smíðaður eftir pöntunum. Audi greinir að auki ekki frá því hvenær fyrstu bílarnir verða afhentir, né hvað þeir muni kosta en ljóst er að þarna er á ferðinni langdýrasta útgáfa R8- bílsins.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent