Lífið

Komust áfram - ástfangin upp fyrir haus

Ellý Ármanns skrifar
Perla Steingrímsdóttir og Brynjar Björnsson 16 ára dönsuðu sig áfram í Ísland Got Talent hæfileikakeppninni sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum. Það sést greinilega í dansatriðinu hér að ofan að þau eru ástfangin. Við fengum að fletta myndaalbúminu þeirra. 

Á þessari mynd eru Perla og Brynjar nýbyrjuð að dansa saman, ástfangin en þorðu ekki að ræða það við neinn.  Þau byrjuðu að dansa saman í ágúst 2012 og það með nokkurra ára dansreynslu í farteskinu.  Þann vetur dönsuðu þau saman ástfangin upp fyrir haus, án þess að vita það.  Brynjar kemur úr sveit í Borgarfirði og tók rútuna í bæinn fimm sinnum í viku.

Hér er parið í París á leið þeirra á heimsmeistaramót í Latin-dönsum í Kína 2013.
Þau byrja svo saman um vorið 2013.  Verða strax Íslandsmeistarar í latíndönsum og fara saman að á tvö heimsmeistaramót í kjölfarið í Kína og Lettlandi. Þau urðu í 10. sæti í Kína í fullorðinsflokki sem telst vera meiriháttar árangur.


Tengdar fréttir

"Maður var bara kallaður tossi“

"Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu,“ segir Jón Páll Eggertsson sem fékk reisupassann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×