Lífið

Vel fylgst með Ásgeiri Trausta

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Ásgeir spilar á tónlistarhátíðinni South by Souhwest á morgun.
Ásgeir spilar á tónlistarhátíðinni South by Souhwest á morgun. Vísir/Vilhelm
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er þessa dagana staddur á hátíðinni South by Southwest í Texas. 

Mikil eftirvænting er fyrir tónleikum kappans á hátíðinni en tímaritið Time útnefnir Ásgeir sem einn af 17 tónlistarmönnum til að fylgjast vel með á SXSW. 

Time segir meðal annars að tónlistarmaðurinn eigi eftir að vinna áhorfendur á sitt band á mettíma með seiðandi rödd sinni.

 

Tónlistarvefurinn Contactmusic flokkar einnig Ásgeir sem einn af tíu alþjóðlegum tónlistarmönnum til að fylgjast vel með á SXSW. 

Ásgeir kemur fram á tónlistarhátíðinni á morgun en hátíðin er meðal annars hugsuð sem stökkpallur fyrir tónlistarfólk sem vill kynna sitt efni. 

Ásgeir hefur verið á miklu flakki undanfarið þar sem hann er að kynna plötu sina Dýrð í dauðaþögn eða In the Silence eins og hún heitir á ensku. 

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×