Topplaus fegurðardrottning Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 12:45 Audi S3 Cabriolet. Einn af þeim bílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Genf er þessi blæjuútgáfa S3 bílsins. Hann er með sömu vél og hefðbundinn Audi S3, þ.e. 290 hestafla 2,0 lítra og fjögurra strokka forþjöppuvél. Þar sem blæjubíllinn er nokkru þyngri en sá með hörðu þaki er hann hálfri sekúndu seinni í hundraðið, þ.e. 5,4 í stað 4,9 sekúndur. Bíllinn hefur gengið í augun á gestum á sýningunni í Genf, það er að segja allt nema þær krómuðu felgur sem hann stendur á, en skiptar skoðanir eru um þær. Þykir sumum þar Audi hafa gengið of langt og fyrir vikið minni hann á margan bílinn frá Bandaríkjunum. Kannski verður honum stefnt þangað þó ekki sé búið að gefa það upp enn, en í fyrstu mun hann bjóðast í Evrópu, en sá með harða þakinu verður í boði þar vestra. Í bili á þessi Audi S3 Cabriolet sér engan keppinaut í sínum stærðarflokki þar sem CLA bíll Benz og BMW 1 og 2 bílarnir eru komnir á markað topplausir. Lúxusbílaframleiðendurnir Lexus, Cadillac og Infinity bjóða ekki heldur blæjubíl í þessum flokki, svo sviðið er autt fyrir Audi S3 Cabriolet í bili. Það er helst að hann muni keppa við Audi S5 Cabriolet, sem þó er stærri og dýrari bíll. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent
Einn af þeim bílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Genf er þessi blæjuútgáfa S3 bílsins. Hann er með sömu vél og hefðbundinn Audi S3, þ.e. 290 hestafla 2,0 lítra og fjögurra strokka forþjöppuvél. Þar sem blæjubíllinn er nokkru þyngri en sá með hörðu þaki er hann hálfri sekúndu seinni í hundraðið, þ.e. 5,4 í stað 4,9 sekúndur. Bíllinn hefur gengið í augun á gestum á sýningunni í Genf, það er að segja allt nema þær krómuðu felgur sem hann stendur á, en skiptar skoðanir eru um þær. Þykir sumum þar Audi hafa gengið of langt og fyrir vikið minni hann á margan bílinn frá Bandaríkjunum. Kannski verður honum stefnt þangað þó ekki sé búið að gefa það upp enn, en í fyrstu mun hann bjóðast í Evrópu, en sá með harða þakinu verður í boði þar vestra. Í bili á þessi Audi S3 Cabriolet sér engan keppinaut í sínum stærðarflokki þar sem CLA bíll Benz og BMW 1 og 2 bílarnir eru komnir á markað topplausir. Lúxusbílaframleiðendurnir Lexus, Cadillac og Infinity bjóða ekki heldur blæjubíl í þessum flokki, svo sviðið er autt fyrir Audi S3 Cabriolet í bili. Það er helst að hann muni keppa við Audi S5 Cabriolet, sem þó er stærri og dýrari bíll.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent