Lífið

Uppselt á Ísland Got Talent

Ellý Ármanns skrifar
Miðasala á hæfileikakeppnina Ísland Got Talent fór í gang síðastliðinn þriðjudag. Uppselt varð á örfáum klukkutímum á fyrsta þáttinn sem verður í beinni útsendingu á sunnudaginn kemur á Stöð 2. Örfáir miðar eru eftir á næstu tvo undanúrslitaþætti. Samtals komast 420 áhorfendur fyrir í sal hverju sinni.

Mikil spenna er hjá keppendum og stífar æfingar í gangi hjá öllum keppendum og aðstoðarfólki. Selma Björnsdóttir aðstoðar sem listrænn ráðgjafi, Vignir Snær sér um tónlistarráðgjöf ásamt því voru Harpa Einarsdóttir og Margrét Einarsdóttir fengnar til að aðstoða við búningahönnun.

Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá klukka 19:45 á sunnudag.


Tengdar fréttir

Bubbi hefur ekkert um málið að segja

Uppselt er á beina útsendingu Ísland Got Talent á sunnudag. Ísland í dag hitti Bubba og aðra dómara sem eru í óðaönn að undirbúa herlegheitin.

Jón eini dómarinn sem sagði já

Stefán Hannesson, 14 ára, stóð sig vel í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent þegar hann söng og spilaði á gítar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Jón Jónsson gaf Stefáni "já“ því hann vildi sjá Stefán aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.