Lífið

Mick Jagger erfir eigur kærustunnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rokkarinn Mick Jagger erfir allar eigur kærustu sinnar, fatahönnuðarins L'Wren Scott, sem framdi sjálfsmorð fyrir tíu dögum.

Eignir L'Wren eru metnar á níu milljónir dollara, rúman milljarð króna. Þar á meðal er íbúð sem metin er á átta milljónir dollara.

Bróðir L'Wren, Randall Bambrough, segir í samtali við NY Daily News að systir sín hafi verið brennd og að öskunni verði skipt á milli Mick og annarra fjölskyldumeðlima.

Minningarathöfn fyrir L'Wren var haldin í Los Angeles á þriðjudag og voru nánir vinir og ættingjar fatahönnuðarins viðstaddir. Þá mættu einnig allir meðlimir Rolling Stones, hljómsveitar Micks.


Tengdar fréttir

Rolling Stones fresta sjö tónleikum

Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma

Rolling Stones aflýsa tónleikum vegna andláts L'Wren Scott

Öldungarnir í Rolling Stones hafa ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Perth í Ástralíu sem halda átti á miðvikudag. Ástæðan er andlát kærustu söngvarans Mick Jagger, L'Wren Scott, en hún fannst á heimili sínu í New York í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×