1.000 hestafla Toyota í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 16:00 Toyota TS030 Hybrid. Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent
Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent