Hagar stefna ríkinu vegna tolla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. mars 2014 09:21 Vísir/Pjetur Verslunarfyrirtækið Hagar mun birta ríkislögmanni stefnu í dag vegna þess að landbúnaðarráðherra synjaði félaginu um opinn tollkvóta á lífrænum kjúklingi og ákveðnum tegundum af ostum sem ekki eru framleiddir hér á landi. Málshöfðun Haga byggir á því að mikil eftirspurn sé eftir þessum vörum hér á landi en framleiðsla þeirra ýmist engin eða hverfandi og anni þannig á engan hátt eftirspurn sem sé meiri en framboð.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir um að ræða tímamótamál hvað varðar réttindi neytenda. „Við erum bjartsýn, enda sannfærð niðurstaða ráðuneytisins sé röng. Þetta mál getur auk þess haft mjög víðtæka þýðingu vegna fleiri vörutegunda og skiptir því neytendur miklu máli að jákvæð niðurstaða fáist í málið. Gangi það eftir munu neytendur geta fengið fjölbreyttari og ódýrari matvæli en hingað til,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið. Í ljósi þessara miklu hagsmuna hafi ætlunin því verið að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, en því hafi verið hafnað. Málið verði því rekið með hefðbundnum hraða. „Álag á dómstólum er mikið og því kröfur til flýtimeðferðar afar strangar nú um stundir“. Hann segir að hafi Hagar sigur í málinu myndi það staðfesta lögboðnar skyldur ráðherrans til að bregðast við skorti á ákveðnum vörum, en það sé beinlínis markmið búvörulaganna að það sé ekki skortur á matvælum. „Það er markmið laganna að neytendur hafi aðgang að þeim matvælum sem það kýs að neyta. Af þeirri ástæðu leggja lögin skilyrðislausa skyldu á ráðherra til að bregðast við skorti. Það liggur nú fyrir að það er skortur til staðar, varan er ekki til en það er ekki brugðist við því, Þetta stenst bersýnilega ekki,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður HagaHagar telja í stefnu sinni meðal annars að synjun landbúnaðarráðherra hafi ekki grundvallast á réttmætum sjónarmiðum né hafi lögmætra málsmeðferðarreglna verið gætt. Þannig hafi jafnræðisregla stjórnarskrárinnar verið brotin, þar sem ráðherra hafi margoft fallist á það í öðrum tilvikum að úthluta opnum tollkvótum, og þar af einnig þegar legið hefur fyrir að kvóta hafi áður verið úthlutað vegna umræddra vara. Þá hafi ráðherra ítrekað staðið fyrir slíkri úthlutun með vísan til skorts. Við þingfestingu málsins stefna Hagar að því að leggja fram yfir 50 slíka úrskurði ráðuneytisins sem fyrirtækið telur vera fordæmisgefandi. „Það verður eitt yfir alla að ganga og það fær ekki staðist að Hagar búi við annan og lakari rétt en sambærileg fyrirtæki í sömu stöðu. Réttur til að krefjast gjaldlausra innflutningsheimilda þegar skort ber að einskorðast ekki við valin fyrirtæki í eigu innlendra framleiðenda. Þessu réttur er lögfestur, fortakslaus og verður ekki af umbjóðanda mínum né neytendum tekinn,“ segir Páll Rúnar. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Verslunarfyrirtækið Hagar mun birta ríkislögmanni stefnu í dag vegna þess að landbúnaðarráðherra synjaði félaginu um opinn tollkvóta á lífrænum kjúklingi og ákveðnum tegundum af ostum sem ekki eru framleiddir hér á landi. Málshöfðun Haga byggir á því að mikil eftirspurn sé eftir þessum vörum hér á landi en framleiðsla þeirra ýmist engin eða hverfandi og anni þannig á engan hátt eftirspurn sem sé meiri en framboð.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir um að ræða tímamótamál hvað varðar réttindi neytenda. „Við erum bjartsýn, enda sannfærð niðurstaða ráðuneytisins sé röng. Þetta mál getur auk þess haft mjög víðtæka þýðingu vegna fleiri vörutegunda og skiptir því neytendur miklu máli að jákvæð niðurstaða fáist í málið. Gangi það eftir munu neytendur geta fengið fjölbreyttari og ódýrari matvæli en hingað til,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið. Í ljósi þessara miklu hagsmuna hafi ætlunin því verið að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, en því hafi verið hafnað. Málið verði því rekið með hefðbundnum hraða. „Álag á dómstólum er mikið og því kröfur til flýtimeðferðar afar strangar nú um stundir“. Hann segir að hafi Hagar sigur í málinu myndi það staðfesta lögboðnar skyldur ráðherrans til að bregðast við skorti á ákveðnum vörum, en það sé beinlínis markmið búvörulaganna að það sé ekki skortur á matvælum. „Það er markmið laganna að neytendur hafi aðgang að þeim matvælum sem það kýs að neyta. Af þeirri ástæðu leggja lögin skilyrðislausa skyldu á ráðherra til að bregðast við skorti. Það liggur nú fyrir að það er skortur til staðar, varan er ekki til en það er ekki brugðist við því, Þetta stenst bersýnilega ekki,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður HagaHagar telja í stefnu sinni meðal annars að synjun landbúnaðarráðherra hafi ekki grundvallast á réttmætum sjónarmiðum né hafi lögmætra málsmeðferðarreglna verið gætt. Þannig hafi jafnræðisregla stjórnarskrárinnar verið brotin, þar sem ráðherra hafi margoft fallist á það í öðrum tilvikum að úthluta opnum tollkvótum, og þar af einnig þegar legið hefur fyrir að kvóta hafi áður verið úthlutað vegna umræddra vara. Þá hafi ráðherra ítrekað staðið fyrir slíkri úthlutun með vísan til skorts. Við þingfestingu málsins stefna Hagar að því að leggja fram yfir 50 slíka úrskurði ráðuneytisins sem fyrirtækið telur vera fordæmisgefandi. „Það verður eitt yfir alla að ganga og það fær ekki staðist að Hagar búi við annan og lakari rétt en sambærileg fyrirtæki í sömu stöðu. Réttur til að krefjast gjaldlausra innflutningsheimilda þegar skort ber að einskorðast ekki við valin fyrirtæki í eigu innlendra framleiðenda. Þessu réttur er lögfestur, fortakslaus og verður ekki af umbjóðanda mínum né neytendum tekinn,“ segir Páll Rúnar.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira