Fiat í mótorhjólin? Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 09:03 MV Augusta mótorhjól. Til þess að vera svalur bílaframleiðandi í Evrópu er greinilega alveg nauðsynlegt að smíða mótorhjól. Volkswagen keypti til að mynda Ducati árið 2012 og BMW hefur smíðað mótorhjól lengur en bíla. Nú er Fiat að íhuga kaup á mótorhjólaframleiðandanum MV Augusta, sem er ítalskur eins og Fiat. MV Augusta á í miklu fjárhagserfiðleikum og ef að kaupunum verður þarf það talsverða innspýtingu fjármuna frá Fiat. MV Augusta er hvað þekktast fyrir góðan árangur í mótorhjólakeppnum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Vel gekk hjá MV Augusta í keppnum þangað til japönsku mótorhjólaframleiðendurnir komu til sögunnar og sópuðu til sín titlunum. Kaupin á MV Augusta myndu ekki kosta Fiat nema brot af því sem Ducati kostaði Volkswagen, en Ducati heyrir reyndar til eins af undirmerkjum Volkswagen samstæðunnar, þ.e. Audi. Kaupverðið á Ducati var 173 milljarðar króna. MV Augusta er miklu minna fyrirtæki en Ducati og framleiðir miklu færri hjól. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, er lunkinn samningamaður og aldrei að vita að hann kræki í MV Augusta fyrir slikk og stækki með því Fiat merkjafjölskylduna.MV Augusta F4CC. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Til þess að vera svalur bílaframleiðandi í Evrópu er greinilega alveg nauðsynlegt að smíða mótorhjól. Volkswagen keypti til að mynda Ducati árið 2012 og BMW hefur smíðað mótorhjól lengur en bíla. Nú er Fiat að íhuga kaup á mótorhjólaframleiðandanum MV Augusta, sem er ítalskur eins og Fiat. MV Augusta á í miklu fjárhagserfiðleikum og ef að kaupunum verður þarf það talsverða innspýtingu fjármuna frá Fiat. MV Augusta er hvað þekktast fyrir góðan árangur í mótorhjólakeppnum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Vel gekk hjá MV Augusta í keppnum þangað til japönsku mótorhjólaframleiðendurnir komu til sögunnar og sópuðu til sín titlunum. Kaupin á MV Augusta myndu ekki kosta Fiat nema brot af því sem Ducati kostaði Volkswagen, en Ducati heyrir reyndar til eins af undirmerkjum Volkswagen samstæðunnar, þ.e. Audi. Kaupverðið á Ducati var 173 milljarðar króna. MV Augusta er miklu minna fyrirtæki en Ducati og framleiðir miklu færri hjól. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, er lunkinn samningamaður og aldrei að vita að hann kræki í MV Augusta fyrir slikk og stækki með því Fiat merkjafjölskylduna.MV Augusta F4CC.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent