Hvernig má sleppa lifandi úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 09:50 Ótrúlegt að sleppa án skrámu úr þessu. S-afríski knattspyrnumaðurinn Rooi Mahamutsa virðist fæddur undir heillastjörnu, en hann slapp úr þessu óhappi um daginn án nokkurrar skrámu. Hann var á ferð í rigningu á BMW bíl sínum og missti stjórn á honum með ekki betri afleiðingum en þessum. Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi. Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!Mögnuð sjón.Forviða áhorfendur. Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent
S-afríski knattspyrnumaðurinn Rooi Mahamutsa virðist fæddur undir heillastjörnu, en hann slapp úr þessu óhappi um daginn án nokkurrar skrámu. Hann var á ferð í rigningu á BMW bíl sínum og missti stjórn á honum með ekki betri afleiðingum en þessum. Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi. Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!Mögnuð sjón.Forviða áhorfendur.
Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent