Bíó og sjónvarp

Fimmtíu ára gömul klippa úr smiðju Spielbergs kemur upp á yfirborðið

Spielberg
Spielberg Vísir/Getty
Áður en hinn sívinsæli Óskarsverðlaunahafi og leikstjóri Steven Spielberg öðlaðist heimsfrægð var hann, eins og svo margir aðrir að basla við að lifa á listinni.

Kvikmyndin Firelight, úr smiðju Spielbergs, var framleidd fyrir minna en hálfa milljón og var sýnd í einu kvikmyndahúsi þegar hún svo kom út, árið 1964.

Framleiðslufyrirtækið á bakvið Firelight fór svo á hausinn og týndi efninu.

Myndin hefur aldrei fundist síðan, fyrir utan þessa fjögurra mínútna klippu sem fannst fyrir nokkrum árum, og hefur verið að fara sem eldur í sínu um netheima á nýjan leik undanfarið.

Firelight fjallar um hóp vísindamanna frá Arizona sem hefja leit að geimverum og hér að neðan má sjá umrædda klippu úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.