Sebastian Loeb vill metið í Goodwood Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 16:00 Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent