Fjölhæf ný V-lína frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 11:48 Mercedes Benz V-Class Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent
Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent