Laufey Lín, 14 ára, komst áfram í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi fyrir fullum sal af áhorfendum sem fengu flestir ef ekki allir gæsahúð á meðan á flutningi hennar stóð. Hér að ofan má sjá Laufey fara á kostum við flygilinn.
„Þú ert algjörlega ómótstæðileg,“ sagði Bubbi Morthens eins og sjá má.