Dagný tryggði Íslandi mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2014 19:42 Dagný Brynjarsdóttir (t.v.) skoraði sigurmark Íslands gegn Ísrael. Heimasíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld góðan útisigur á Ísrael með einu marki gegn engu, en leikið var á Ramat Gan vellinum, þjóðarleikvangi Ísraels. Þetta var annar sigur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, en liðið situr nú í öðru sæti 3. riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið hafði frumkvæðið frá upphafi leiks, var meira með boltann og sótti stíft að marki heimakvenna. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst næst því að skora fyrir Ísland í fyrri hálfleik; eftir tæplega hálftíma leik varði Merav Shamir, markvörður Ísraels, skalla hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur og þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skaut Sara boltanum yfir úr miðjum vítateignum. Staðan var markalaus í hálfleik, en sóknarþungi Íslands bar árangur eftir klukkutíma leik þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir undirbúning Fanndísar. Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið frá Karin Sendel í besta færi Ísraels í leiknum. Íslenska liðið hélt undirtökunum það sem eftir lifði leiks og fékk þrjú ákjósanleg færi til að bæta við mörkum undir lokin; Shamir varði skalla Söru, Dagný skallaði framhjá úr dauðafæri og í uppbótartíma átti hún svo annan skalla sem hafnaði í slánni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði góðum og mikilvægum sigri í baráttunni um að komast á HM 2015 í Kanada. Byrjunarlið Íslands var svo skipað:Markvörður: Þóra B. HelgadóttirHægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir (Rakel Hönnudóttir '61)Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Mist EdvardsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera GísladóttirMiðjumenn: Þórunn Helga Jónsdóttir (Katrín Ómarsdóttir '73), Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný BrynjarsdóttirHægri kantmaður: Fanndís FriðriksdóttirVinstri kantmaður: Dóra María LárusdóttirFramherji: Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir '78) Ísland mætir Möltu ytra á fimmtudaginn kemur. Malta situr í botnsæti 3. riðils, en fyrr í dag tapaði liðið 11-0 fyrir Sviss.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira