James Franco játar að hafa reynt við táningsstúlku Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2014 14:46 Franco er 35 ára en stúlkan aðeins sautján. vísir/getty/instagram Bandaríski leikarinn James Franco hefur staðfest orðróm þess efnis að hann hafi reynt við táningsstúlku á vefsíðunni Instagram. Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram. Clode, sem er frá Skotlandi, var á ferðalagi með móður sinni í New York og meðal þess sem Franco spurði stúlkuna að á Instagram var hversu gömul hún væri, hvort hún ætti kærasta og hvar hún gisti í borginni. Þegar hún svaraði því spurði leikarinn hvort hann ætti að leigja herbergi á hótelinu en þá runnu tvær grímur á Clode, og sagði hún leikaranum að sér þætti hann vafasamur og hún ætlaði að hitta hann þegar hún væri orðin átján. Sjálfur er Franco 35 ára en kynferðislegur lögaldur í New York er 17 ár. Leikarinn var því ekki að brjóta lög með samskiptum sínum við stúlkuna. Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu.Brot úr samskiptum Francos við stúlkuna.mynd/instagram Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Bandaríski leikarinn James Franco hefur staðfest orðróm þess efnis að hann hafi reynt við táningsstúlku á vefsíðunni Instagram. Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram. Clode, sem er frá Skotlandi, var á ferðalagi með móður sinni í New York og meðal þess sem Franco spurði stúlkuna að á Instagram var hversu gömul hún væri, hvort hún ætti kærasta og hvar hún gisti í borginni. Þegar hún svaraði því spurði leikarinn hvort hann ætti að leigja herbergi á hótelinu en þá runnu tvær grímur á Clode, og sagði hún leikaranum að sér þætti hann vafasamur og hún ætlaði að hitta hann þegar hún væri orðin átján. Sjálfur er Franco 35 ára en kynferðislegur lögaldur í New York er 17 ár. Leikarinn var því ekki að brjóta lög með samskiptum sínum við stúlkuna. Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu.Brot úr samskiptum Francos við stúlkuna.mynd/instagram
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira