Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2014 10:41 Úr héraðsdómi í morgun. vísir/gva Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41