Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. apríl 2014 12:15 Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira