Bíó og sjónvarp

Stikla úr síðustu kvikmynd Brittany Murphy

Brittany Murphy
Brittany Murphy Vísir/Getty
Brittany Murphy lauk við tökur á mynd áður en hún lést fyrir aldur fram, árið 2009, en útgáfu var frestað vegna dauða leikkonunnar ungu.

Myndin, sem heitir Something Wicked, verður frumsýnd í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum á föstudaginn - þar sem hún var tekin upp, og verður svo dreift í fleiri kvikmyndahús út mánuðinn.

Stikla úr myndinni, sem er sálfræðitryllir og fjallar um nýgift par sem að lifa af bílslys hefur verið gefin út og hana má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Misnotaði lyfseðilsskyld lyf

Leikkonan Brittany Murphy hafði tekið lyfseðilsskyld lyf við flensueinkennum í nokkra daga áður en hún lést úr hjartaáfalli á sunnudaginn. Fjölmörg slík lyf fundust á heimili hennar. Hún byrjaði að kasta upp snemma á sunnudagsmorgninum og sagði hún meðlimum úr fjölskyldu sinni að sér liði mjög illa. Murphy hneig síðan niður á baðherbergi sínu og var í framhaldinu flutt á sjúkrahús. Þar var þrívegis reynt að lífga hana við en án árangurs.

Leikkonan Brittany Murphy látin

Bandaríska leikkonan Brittany Murphy er látin. Fullyrt er á vefsíðunni TMZ að hún hafi fengið hjartaáfall. Brittany var 32 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.