Sala Maserati þrefaldast Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 16:15 Maserati Alfieri á bílasýningunni í Genf. Caranddriver Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi aðeins 15.400 bíla í fyrra en það stefnir í 42.000 bíla sölu hjá þeim á þessu ári. Maserati fær um það bil 3.500 pantanir á hverjum mánuði nú um stundir og hefur vart við að afgreiða bíla sína. Fiat, eigandi Maserati hugleiðir nú að bæta einni bílgerð við flota Maserati, þ.e. Alfieri bílinn sem kynntur var á bílasýningunni í Genf nýverið. Sá bíll er svo til tilbúinn til framleiðslu. Tekin verður ákvörðun um framleiðslu hans í næsta mánuði og er talið afar líklegt að framleiðslu hans verði. Maserati Alfieri yrði keppinautur Porsche 911 Turbo og Jaguar F-Type bílanna og álíka öflugur bíll. Maserati er að skoða það að bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjum sínum í Tórínó og yrði því unnið allan sólarhringinn þar. Undanfarið hafa starfsmenn þar unnið mikla yfirvinnu og bæði nætur og helgar verið undir. Núna framleiðir Maserati þar bílana Ghibli og Quattroporte en þeir komu báðir nýir til sögunnar í fyrra og líka svona ægilega vel að pantanirnar streyma inn. Fiat stefnir hátt með gæðamerki sín, Maserati og Alfa Romeo og ætlar að keppa af krafti gegn þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Maserati Ghibli kostar 66.900 dollara í Bandaríkjunum, eða 7,5 milljónir króna og Quattroporte kostar 102.500 dollara, um 11,6 milljónir króna. Maserati Ghibli.Maserati Quattroporte. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi aðeins 15.400 bíla í fyrra en það stefnir í 42.000 bíla sölu hjá þeim á þessu ári. Maserati fær um það bil 3.500 pantanir á hverjum mánuði nú um stundir og hefur vart við að afgreiða bíla sína. Fiat, eigandi Maserati hugleiðir nú að bæta einni bílgerð við flota Maserati, þ.e. Alfieri bílinn sem kynntur var á bílasýningunni í Genf nýverið. Sá bíll er svo til tilbúinn til framleiðslu. Tekin verður ákvörðun um framleiðslu hans í næsta mánuði og er talið afar líklegt að framleiðslu hans verði. Maserati Alfieri yrði keppinautur Porsche 911 Turbo og Jaguar F-Type bílanna og álíka öflugur bíll. Maserati er að skoða það að bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjum sínum í Tórínó og yrði því unnið allan sólarhringinn þar. Undanfarið hafa starfsmenn þar unnið mikla yfirvinnu og bæði nætur og helgar verið undir. Núna framleiðir Maserati þar bílana Ghibli og Quattroporte en þeir komu báðir nýir til sögunnar í fyrra og líka svona ægilega vel að pantanirnar streyma inn. Fiat stefnir hátt með gæðamerki sín, Maserati og Alfa Romeo og ætlar að keppa af krafti gegn þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Maserati Ghibli kostar 66.900 dollara í Bandaríkjunum, eða 7,5 milljónir króna og Quattroporte kostar 102.500 dollara, um 11,6 milljónir króna. Maserati Ghibli.Maserati Quattroporte.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent