Lífið

Hvað myndirðu gera við tíu milljónir króna?

Sjö atriði eiga möguleika á tíu milljónum í hæfileikakeppninni Ísland got Talent. Hvert þeirra hefur sína skoðun á hvað eigi að gera við milljónirnar.

Dansparið Arnar og Agnes myndu kaupa sér bíl og nýtt hljóðfæri. Páll Valdimar vill ferðast og hætta að baka pizzur til að sjá fyrir sér. Dansparið Höskuldur og Margrét vilja ferðast og dansa.

Brynjar Dagur vill eiga eitthvað í framtíðinni og sömuleiðis í dansinn. Laufey Lín vill framleiða eigin tónlist og komast í háskóla í Bandaríkjunum.

„Ég myndi líklegast reyna að styrkja þá sem hafa það verra en við,“ segir hin unga Elva María Birgisdóttir. Töframaðurinn sjö ára, Jón Arnór Pétursson, ætlar að gefa peninginn í góðgerðarmál, fara til útlanda með fjölskyldu sína og leggja afganginn inn á banka.

Keppendurnir í Íslandi got Talent fóru í fjármálaráðgjöf í Íslandsbanka í dag og fylgdist Ísland í dag grannt með gangi mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.