Greenpeace mun fylgjast með Ölmu alla leið til Japan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 15:37 Skipið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/daníel Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“ Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira