Hataðasta flugfélag Bandaríkjanna er einnig það arðvænlegasta Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 15:22 Líklega ekki ánægðir farþegar Spirit Airlines. Spirit Airlines er það flugfélag í Bandaríkjunum sem fær flestar kvartanir á hvern farþega og hefur afar slæmt orðspor. Það er á hinn bóginn einnig það flugfélag sem hagnast mest af veltu og því fjármagni sem í það hefur verið lagt. Döpur staðreynd en sönn. Spirit Airlines fær þrisvar sinnum fleiri kvartanir en meðaltal allra flugfélaga í Bandaríkjunum og hefur haldið sætinu óvinsælasta flugfélagið þar í landi síðastliðin 5 ár, ef mið er tekið af kvörtunum. Í könnun sem Consumer Reports gerði í fyrra meðal 16.000 flugfarþega fékk það lang lélegustu einkunn þeirra og orð eins og „Léleg þjónusta, döpur gæði og lélegar upplýsingar“ voru þær sem farþegar gáfu flugfélaginu. Félagið hagnaðist engu að síður um 16,2% af veltu í fyrra og toppaði öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum með því. Annað lággjaldaflugfélag, Allegiant Travel er í öðru sæti er kemur að hagnaði af veltu, með 12,7%. Alaska Airlines er í þriðja sæti og Delta í því fjórða. Verð hlutabréfa í Spirit Airlines hefur hækkað um 439% frá því þau komu á markað árið 2011 og því hafa kaupendur í því hagnast mjög. Þetta bendir því allt til þess að það að halda farþegum flugfélaga ánægðum kosti mikið og dragi niður hagnað. Spirit Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur verði flugfargjalda sinna afar lágu en rukkar svo ótæpilega fyrir farangur, vatn, sætisval, mat og meira að segja handfrangur. Í flugvélar þeirra er troðið fleiri farþegum en hjá nokkrum öðrum flugfélögum sem reka samskonar vélar og allt virðist þetta borga sig vel en farþegarnir eru hundóánægðir en koma samt til baka, bara vegna verðsins. Vöxtur félagsins er mjög mikill og ætlar félagið að þrefalda flugflota sinn til ársins 2021. Hvort þessi vinnubrögð Spirit Airlines mun gagnast þeim á næstu árum er alls ekki víst, en talsmenn þess segja að farþegar þeirra ráði því hve miklu þeir eyða með því að ferðast með þeim og það muni þeir áfram kenna þeim. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Spirit Airlines er það flugfélag í Bandaríkjunum sem fær flestar kvartanir á hvern farþega og hefur afar slæmt orðspor. Það er á hinn bóginn einnig það flugfélag sem hagnast mest af veltu og því fjármagni sem í það hefur verið lagt. Döpur staðreynd en sönn. Spirit Airlines fær þrisvar sinnum fleiri kvartanir en meðaltal allra flugfélaga í Bandaríkjunum og hefur haldið sætinu óvinsælasta flugfélagið þar í landi síðastliðin 5 ár, ef mið er tekið af kvörtunum. Í könnun sem Consumer Reports gerði í fyrra meðal 16.000 flugfarþega fékk það lang lélegustu einkunn þeirra og orð eins og „Léleg þjónusta, döpur gæði og lélegar upplýsingar“ voru þær sem farþegar gáfu flugfélaginu. Félagið hagnaðist engu að síður um 16,2% af veltu í fyrra og toppaði öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum með því. Annað lággjaldaflugfélag, Allegiant Travel er í öðru sæti er kemur að hagnaði af veltu, með 12,7%. Alaska Airlines er í þriðja sæti og Delta í því fjórða. Verð hlutabréfa í Spirit Airlines hefur hækkað um 439% frá því þau komu á markað árið 2011 og því hafa kaupendur í því hagnast mjög. Þetta bendir því allt til þess að það að halda farþegum flugfélaga ánægðum kosti mikið og dragi niður hagnað. Spirit Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur verði flugfargjalda sinna afar lágu en rukkar svo ótæpilega fyrir farangur, vatn, sætisval, mat og meira að segja handfrangur. Í flugvélar þeirra er troðið fleiri farþegum en hjá nokkrum öðrum flugfélögum sem reka samskonar vélar og allt virðist þetta borga sig vel en farþegarnir eru hundóánægðir en koma samt til baka, bara vegna verðsins. Vöxtur félagsins er mjög mikill og ætlar félagið að þrefalda flugflota sinn til ársins 2021. Hvort þessi vinnubrögð Spirit Airlines mun gagnast þeim á næstu árum er alls ekki víst, en talsmenn þess segja að farþegar þeirra ráði því hve miklu þeir eyða með því að ferðast með þeim og það muni þeir áfram kenna þeim.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira