Handbolti

FH í úrslitakeppnina á kostnað Framara | ÍR fer í umspilið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Freyr Stefánsson og félagar í ÍR þurfa að fara í umspilið.
Arnór Freyr Stefánsson og félagar í ÍR þurfa að fara í umspilið. Vísir/Valli
FH náði í kvöld síðasta sæti í úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta þegar það lagði ÍR, 28-27, í æsispennandi leik í lokaumferðinni í kvöld.

FH þurfti hjálp frá Val til að komast í úrslitakeppnina og hana fengu Hafnfirðingarnir. Valur vann Fram, 26-19, og tryggði sér um leið þriðja sætið en Fram endar í 5. sæti og situr eftir með sárt ennið.

Allt það sem ÍR vildi að myndi ekki gerast í kvöld, gerðist. ÍR-ingar töpuðu á heimavelli og á sama tíma vann Akureyri botnlið HK, 31-23, fyrir norðan.

Akureyri jafnaði ÍR að stigum með sigrinum en bæði lið ljúka deildarkeppninni með 18 stig. Norðanmenn hafa aftur á móti betur í innbyrðisviðureignum sínum gegn ÍR og eru því öruggir með veru sína í deildinni en ÍR fer í umspilið.

Nú er endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Það verður Hafnafjarðarslagur þar sem Haukar mæta FH og þá eigast við Valur og ÍBV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×