Verður endurkoma Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu? AO skrifar 28. apríl 2014 11:43 Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira