Sneggsti Smart-bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2014 10:23 Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent
Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent